Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Víðir „er orðinn mjög þreyttur“ og býst við erfiðu ári

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, glím­ir við eftir­köst covid-smits á sama tíma og hann stend­ur í stafni í við­brögð­um við nátt­úru­vá við Grinda­vík.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, fer yfir viðburði ársins sem nú er að líða og spáir um framhaldið í viðtali við Aðalstein Kjartansson í nýjasta þætti Pressu. Mikið gekk á árið 2023 og Víðir gerir ráð fyrir því að næsta ár verði að sama skapi erilsamt.

„Við sjáum að það stafar hætta að þessum innviðum í Svartsengi. Þó við séum komin með varnargarða þá er ekki útlokað að það gjósi þar alveg ofan í og jafnvel innan garðanna,“ segir hann. Auk þess sé hætta á eldgosi í næsta nágrenni Grindavíkur enn fyrir hendi. 

„Þetta er búið að vera erfitt ár“

Víðir er orðinn þreyttur en segist hvergi hættur. „Ég er orðinn mjög þreyttur, viðurkenni það,“ segir hann. „Þetta er búið að vera erfitt ár að mörgu leyti. Ég var að fást við eftirköst af Covid og var sex vikur á Reykjalundi í haust.“ Víðir segir starfsþrek sitt vera minna en áður.

„Ég brenn fyrir öryggi og velferð fólks“
Víðir Reynisson
Yfirlögregluþjónn almannavarna hjá ríkislögreglustjóra

„En eldmóðurinn er þarna. Það er það sem heldur mér gangandi að ég brenn fyrir öryggi og velferð fólks,“ segir hann. Víðir reiknar með því að fylgja Reykjaneseldum eftir á meðan starfsævin endist, en enn er að minnsta kosti áratugur í að hann fari á eftirlaun.

Reiknar með erilsömu ári 2024

Spurður hvernig næsta ár horfi við honum segist Víðir erfitt að reikna með öðru en að það verði mjög erilsamt. „Við erum að sjá aukna öfga í veðrinu, við erum að sjá auknar skriður. Það er búin að vera snjóflóðahætta á Norðurlandi og Vestfjörðum og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að það haldi áfram í vetur. Síðan mun Reykjanesið halda áfram – það er í gangi og verður í gangi.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Víðir hefur staðið sig og ætti að minnka við sig alla þessa kannski óþarfa fundi .Alltof margir í þessu, eins og að það sé verið að stjórna gosum ......
    Ríkislögreglustj, almannavarnir , veðurstofa ,sveitastj og fl og fl. Og alltof mikil vinna lögð á björgunarsveitir þar sem menn eru að hætta að nenna þessu bulli.
    Of mikið kjaftæði og tímafrekt og svo boð og bönn.
    Látið gosið í friði og gerið eitthvað annað.
    -1
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Viðir,
    Þu ert buinn að
    standa þig ofboðslega vel en þu VERÐUR að hvila þig og þina aðstendur.
    Þetta veistu manna best.
    Gleðilegt nyar til þin og þinna
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár