Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningasigrar skiluðu Framsókn mun meira fé úr opinberum sjóðum

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætti við sig fimm þing­mönn­um í þing­kosn­ing­un­um 2021 og 23 sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um í kosn­ing­um ári síð­ar. Þetta skil­aði flokkn­um aukn­um áhrif­um en líka 56 pró­sent aukn­ingu á styrkj­um frá hinu op­in­bera.

Kosningasigrar skiluðu Framsókn mun meira fé úr opinberum sjóðum
Kát Forystufólk Framsóknarflokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja D. Alfreðsdóttir, voru kát á kosningavöku flokksins í september 2021. Framsókn hafði bætt miklu við sig og styrkt stöðu sína. Mynd: Bára Huld Beck

Framsóknarflokknum gekk vel í þingkosningunum 2021, þegar hann bætti við sig töluverðu fylgi og fékk 17,3 prósent atkvæða. Um var að ræða næstbestu útkomu flokksins síðan 2003 og hann bætti við sig fimm þingmönnum. Sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 gengu sömuleiðis vel og Framsókn var ótvíræður sigurvegari þeirra. Alls bætti Framsókn við sig 23 sveitarstjórnarfulltrúum, þar af fjórum í Reykja­vík og fjórum í Mos­fells­bæ, en sigrar flokks­ins þar eru sér­stak­lega eft­ir­tekt­ar­verðir þar sem á hvor­ugum staðnum átti flokk­ur­inn full­trúa þegar kosið var síðast. Árangurinn í Reykjavík, þar sem fylgi flokksins fór úr 3,2 í 18,8 prósent, skilaði því að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í höfuðborginni, verður borgarstjóri um miðjan mánuðinn.

Það er þó ekki ókeypis að ná eyrum kjósenda. Framsókn eyddi 89 milljónum króna í alþingiskosningarnar 2021 og 87 milljónum króna í sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. 

Gott gengi í kosningum skilar ekki einungis meiri áhrifum og völdum. Það þýðir líka að flokkar fá …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár