Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Áhætta á peningaþvætti í tengslum við netfjárhættuspil tekur stökk milli ára

Nýtt áhættumat rík­is­lög­reglu­stjóra um pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka á Ís­landi sýn­ir áhætta af fjár­hættu­spil­um á net­inu jókst stór­lega á milli ára. Í síð­ustu skýrslu var áhætt­an af slíkri starf­semi met­inn lít­il en er nú kom­in á hæsta áhættu­stig.

Áhætta á peningaþvætti í tengslum við netfjárhættuspil tekur stökk milli ára
Fjárhættuspil á netinu Hefur aukist mikið undanfarin á og talið er að Íslendigar eyði allt 12 milljörðum á ári á erlendum vefsíðum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Mynd: AFP/Paul Ellis

Mat lögreglunnar á áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkstarfsemi, þegar kemur að fjárhættuspili á netinu tók miklum breytingum frá síðustu mælingum lögreglunnar frá 2021. Nú er fjárhættuspil á netinu, þá sérstaklega í gegnum erlenda rekstraraðila flokkað í hæsta áhættuflokki. Í síðasta áhættumati sem kom út árið 2021 var áhættan af slíkri starfsemi talin vera lítil. 

Í eldra matinu var þó að mestu leyti einblínt á fjárhættuspil á heimasíðum íslenskra rekstraraðila á borð við lottó, HHÍ, DAS og SÍBS. Á vefsíðum þeirra er nauðsynlegt er að stofna aðgang á gildri kennitölu til þess að kaupa happdrættismiða.

Þess var hins vegar getið í skýrslunni að Íslendingar hafi greiðan aðgang að erlendum vefsíðum með fjárhættuspilum og að einhver óþekktur fjöldi fólks hljóti að nota slíka síður reglulega. Þá var tekið fram að engin greining hefði verið gerð á umfangi fjárhættuspils á erlendum vefsíðum og þar kom fram að ekkert eftirlit væri með því.   

Í uppfærðu mati ríkislögreglustjóra, sem birt var nýlega, var fjárhættuspil á erlendum vefsíðum tekin til ítarlegrar skoðunar. Í skýrslu um niðurstöðu þess mats segir meðal annars að „Íslendingar hafa gott aðgengi að erlendum vefsíðum og smáforritum sem bjóða upp á fjárhættuspil og geta stofnað spilareikninga og nálgast allar tegundir fjárhættuspila á netinu.“

Framboðið sé umtalsvert. Þá segir einnig ekki sé hægt að draga þá ályktun að starfsemin sé laus við alla áhættu, þrátt fyrir skort á gögnum sem bendi til þess.

Auðveld leið til þess að þvætta fjármuni

Ekkert innlent eftirlit er með starfseminni, meðal annars vegna þess að fjárhættuspilin fara fram á þessum vefsíðum sem eru vistaðar í öðrum ríkjum. Þá hefur lögreglan ekki aðgengi að nákvæmum upplýsingum um umfang þátttöku aðila sem hafa búsetu hér á landi. 

Uppfært mat lögreglunar virðist byggja að miklu leyti á skýrslu starfshóps sem skipaður var af þáverandi dómsmálaráðherra árið 2021, til þess að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Skýrslan var birt fyrir ári síðan. Fjallað var um vinnu þessa starfhópsins fyrir rúmu ári síðan á Kjarnanum, áður en hann sameinaðist í Heimildina. 

Til að mynda vitnar lögreglan í efni skýrslunnar þar sem umfang þátttöku landsmanna í fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum er gróflega metið. Út frá gögnum sem starfshópnum barst, frá fjármálafyrirtækjum og eftirlitsaðilum, megi áætla að landsmenn eyði á bilinu 10,5 til 12 milljörðum króna á ári í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum.

Í skýrslunni kemur fram að þessar vefsíður bjóða upp á marga tiltölulega auðvelda og aðgengilega möguleika til þess að þvætta fjármuni. Til að mynda bjóði margar erlendar veðmálaþjónustur upp á möguleika til þess að taka við og framkvæma greiðslur sem erfitt er að rekja svo sem í formi rafeyri og sýndareigna. 

Ísland sker sig úr í samanburði við önnur lönd

Önnur lönd, eins og Danmörk, hafi líka orðið þess vör að áhætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka af fjárhættuspilum á netinu hafi aukist. Til að mynda vitnar skýrslan í áhættumat Evrópusambandsins frá árinu 2022, en þar hefur metin áhætta af slíku aukist frá fyrri úttekt.

Ólíkt öðrum löndum á borð við Danmörk, þar sem innlendum og erlendum veðmálafyrirtækjum er skylt að verða sér út um heimild frá ríkinu og látin sæta virku eftirliti, er fjárhættuspil á erlendum vefsíðum með öllu ólögleg hér á landi. Þrátt fyrir það hefur starfsemin verið látin viðgangast án þess að stjórnvöld bregðist við.

Þetta gerir það að verkum að hér á landi eru upplýsingar um slík fyrirtæki af skornum skammti. Það litla sem lögreglan hefur úr að moða er háð getu erlendra eftirlitsaðila og systurstofnana Skrifstofu fjármálagreininga lögreglu í öðrum löndum til þess að miðla upplýsingum til lögreglunnar á Íslandi.

Mögulegar lausnir á vandanum

Í niðurstöðum starfshópsins sem rannsakaði happdrættismál segir einmitt að þörf sé á því að koma böndum á ólöglegri netsspilun hér á landi. Í skýrslunni er mælst til þess að farin verði sú leið að reglusetja starfsemina, leggja á hana skatta og skyldur og gera hana leyfis- og eftirlitsskylda. Ekkert frumvarp til breytinga á þessum lögum ef verið kynnt enn sem komið er.

Málið fékk þónokkra athygli fyrr á þessu ári, í kjölfar útgáfu skýrslu starfshópsins. Til að mynda sagði þáverandi dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, í samtali við Morgunblaðið í apríl að verið væri að undirbúa þingmál til að bregðast við ástandinu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár