Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir, í yfirlýsingu vegna gagnrýni stéttarfélags skipstjórnarmanna í Eyjum í hans garð, að skipstjórnarmenn Hugins VE 55 hafi ekki rækt skyldur sínar í aðdraganda þess að akkeri skipsins féll útbyrðis og skemmdi einu vatnsleiðsluna til Heimaeyjar.
Í yfirlýsingu framkvæmdastjórans, sem lesa má á vef Vinnslustöðvarinnar, kemur meðal annars fram að skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum hafi leitt í ljós að öryggisloki eða keðjustoppari akkeris Hugins, sem komi í veg fyrir að akkerið falli ef bremsa á spili er losuð, hafi verið opinn í sex vikur áður en óhappið átti sér stað. Til viðbótar segir í yfirlýsingunni að bæði spil og öryggisloki/keðjustoppari hafi verið prófuð eftir atvikið.
„Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð …
Athugasemdir