Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Akkerisbúnaður skipsins hafi verið „í fullkomnu lagi“

Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um svar­ar gagn­rýni fé­lags skip­stjórn­ar­manna í Eyj­um, sem lýsti yf­ir van­þókn­un á hend­ur hon­um og hluta stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins skömmu fyr­ir jól. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ist standa við það mat sitt að frænd­urn­ir sem stýrðu Hug­inn VE hafi ekki rækt skyld­ur sín­ar. Því hafi ekki ver­ið verj­andi ann­að en að gera við þá starfs­loka­samn­inga.

Akkerisbúnaður skipsins hafi verið „í fullkomnu lagi“
Huginn VE55 Hér má sjá skemmdir á síðu Hugins VE55 skömmu eftir atvikið um miðjan nóvember.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir, í yfirlýsingu vegna gagnrýni stéttarfélags skipstjórnarmanna í Eyjum í hans garð, að skipstjórnarmenn Hugins VE 55 hafi ekki rækt skyldur sínar í aðdraganda þess að akkeri skipsins féll útbyrðis og skemmdi einu vatnsleiðsluna til Heimaeyjar.

Í yfirlýsingu framkvæmdastjórans, sem lesa má á vef Vinnslustöðvarinnar, kemur meðal annars fram að skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum hafi leitt í ljós að öryggisloki eða keðjustoppari akkeris Hugins, sem komi í veg fyrir að akkerið falli ef bremsa á spili er losuð, hafi verið opinn í sex vikur áður en óhappið átti sér stað. Til viðbótar segir í yfirlýsingunni að bæði spil og öryggisloki/keðjustoppari hafi verið prófuð eftir atvikið.

„Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár