Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enginn verður ákærður í Skeljungsmálinu

Ár­ið 2015 kærði Ís­lands­banki nokkra fyrr­ver­andi starfs­menn sína, og þekkta fjár­festa, til hér­aðssak­sókn­ara vegna gruns um um­boðs­svik, skila­svik, mút­ur­brot og pen­inga­þvætti vegna við­skipta með Skelj­ung og tengd fé­lög. Nú, átta ár­um síð­ar, hef­ur ver­ið ákveð­ið að ákæra ekki í mál­inu.

Enginn verður ákærður í Skeljungsmálinu
Laus Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir var ein af þeim sem lá undir grun í málinu og fékk stöðu sakbornings við rannsókn þess. Hún segir í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér ásamt Guðmundi Erni Þórðarsyni, að opinber rannsókn á viðskiptunum „muni hér með eyða öllum vafa um réttmæti þeirra.“ Mynd: Nasdaq Iceland

Embætti héraðssaksóknara hefur ákveðið að fella niður hið svokallaða Skeljungsmál, sem verið hefur til meðferðar hjá embættinu árum saman. Því verður enginn þeirra sem lágu undir grun í málinu, og sættu húsleitum og handtökum vegna gruns um að hafa framið alvarleg brot og hagnast verulega á þeim, ákærður. 

Málið, sem var kært af Íslandsbanka árið 2016 og hafði verið til rannsóknar frá árinu 2016, sner­ist um meint umboðs­svik, meint skila­svik, mög­u­­leg mút­u­brot og mög­u­­legt brot á lögum um pen­inga­þvætti þegar olíu­­­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Við brot­unum getur legið allt að sex ára fang­els­is­vist. 

Í maí 2018 réðst emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í umfangs­­miklar aðgerðir vegna málsins sem vöktu mikla athygli. Alls fimm ein­stak­l­ingar fengu stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn máls­ins á þeim tíma. Tvö þeirra, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dóttir og Guð­­mundur Þórð­­ar­­son, voru hand­­tek­in í kringum aðgerð­irn­­ar. 

Þrjú önnur, Einar Örn Ólafs­­son, Halla Sig­rún Hjart­­ar­dóttir og Kári Guð­jóns­­son, unnu saman í fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf Glitnis fyrir um ára­tug, voru boðuð til skýrslu­­töku á sama tíma. Fólkið var grunað um að hafa mis­­notað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á und­ir­verði, að hafa nýtt sam­eig­in­­legar eignir Skelj­ungs og bank­ans til að greiða fyrir kaup í félag­inu, að hafa vilj­andi rýrt eignir Íslands­­­banka og að hafa gert með sér sam­komu­lag þar sem Svan­hildur Nanna og Guð­­mundur afhentu hinum þremur sem seldu þeim Skelj­ung yfir 800 millj­­ónir króna hverju fyrir sig fyrir þeirra aðkomu að mál­inu.

Á sama tíma og hand­tök­­urnar áttu sér stað fóru fram hús­­leitir víða um höf­uð­­borg­­ar­­svæðið í tengslum við rann­­sókn máls­ins. Engar eignir voru þó kyrr­­settar á því  stigi máls­ins, en fólkið efn­­aðist allt mjög hratt á nokkurra ára tímabili og eru flest afar fyr­ir­ferða­mikil í íslensku við­skipta­lífi í dag. Einar Örn er til að mynda stjórn­ar­for­maður og einn stærsti hlut­hafi flug­fé­lags­ins Play og stór hlut­hafi í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoð­um, sem á meðal ann­ars stóra hluti í Sím­an­um, Arion banka, Kviku banka og Bláa lóninu.

Svan­hildur Nanna er meðal ann­ars stór hlut­hafi í Kviku banka.  Guð­mundur Örn, sem er fyrr­ver­andi eig­in­maður Svan­hildar Nönnu, situr í stjórn Kviku banka.

Rann­sókn málsins lauk síðla árs 2021, eða fyrir um tveimur árum. Þá var öllum rann­sókn­ar­gögnum skilað inn til sak­sókn­ara sem þurfti að taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í mál­inu eða að felld það nið­ur. Nú liggur fyrir að málið hefur verið fellt niður.

Í tilkynningu frá Svanhildi Nönnu og Guðmundi segir að þessi niðurstaða sýni að „kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni hér með eyða öllum vafa um réttmæti þeirra.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár