Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu

Þátta­stjórn­and­inn Stefán Ein­ar Stef­áns­son á mbl.is full­yrð­ir að Ís­lend­ing­ar hafi fjár­magn­að hern­að­ar­mann­virki Ham­as með fram­lagi til mann­úð­ar­hjálp­ar. Hann hvet­ur til þess að með­lim­um sam­tak­anna sé „eytt af yf­ir­borði jarð­ar“ til að verja óbreytta borg­ara, með­al ann­ars á Ís­landi. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hafn­ar kenn­ing­unni um að flótta­manna­hjálp Palestínu renni til hern­að­ar Ham­as-sam­tak­anna.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu
Stefán Einar Stefánsson Þáttastjórnandi á mbl.is heldur því fram að framlög sem berast stofnunum sem sinna mannúðaraðstoð á Gasavæðinu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna. Mynd: Skjáskot / mbl.is

Utanríkisráðuneytið hafnar kenningu um að fjárframlög Íslands til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Heimildin sendi fyrirspurn á ráðuneytið í kjölfar opinberrar umræðu þar sem því er haldið fram að samtök á borð við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu (UNRWA) aðstoði, ýmist beint eða óbeint, Hamas-samtökin og árásir þeirra á Ísrael.

Slíka umræðu má til að mynda sjá í færslu sem Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR og þáttastjórnandi hjá mbl.is sem stýrir meðal annars umræðuþættinum Spursmáli, birti fyrr í þessari viku á Facebook-síðu sinni. Þar deilir hann frétt mbl.is þar sem sagt er frá jarðgöngum sem fundist undir Gasa. Í fréttinni kemur fram ísraelski herinn telji að Hamas-samtökin hafi grafið göngin og varið til þess umtalsverðum fjármunum. Göngin eru sögð vera afar stór og talin þjóna þeim tilgangi að gera Hamas-liðum kleift að ráðast gegn Ísrael.

„Hér getur að líta hernaðarmannvirki sem meðal annars hafa verið reist fyrir íslenska skattpeninga,“ segir Stefán Einar. „Fjármagnið sem góða fólkið á Íslandi lætur af hendi rakna frá öðrum, svo það geti sjálft sofið betur og hossað sér. Það er alltaf þægilegra að gera það á annarra kostnað, fremur en sinn eigin,“ bætir hann við.

Stefán Einar gekk lengra í annarri færslu þar sem hann deildi frétt mbl.is um að Hamas-liðar væru grunaðir um að hafa undirbúið árásir í Evrópu. Þar varaði hann við áhrifum þess að hægja á aðgerðum til að uppræta Hamas-liða á Gasasvæðinu. „Næst koma þeir á eftir okkur. Og eina vonin er sú að hægt sé að eyða þeim af yfirborði jarðar. Takist það ekki munu saklausir borgarar í Evrópu, jafnvel á Íslandi, liggja í valnum.“

Tekist hefur verið á um það á alþjóðasviðinu hvort knýja eigi Ísrael til að vinna að vopnahléi á Gasa, þar sem um 20 þúsund manns, stór hluti börn, hafa látist í linnulitlum loftárásum á þéttar byggðir Gasasvæðisins. Innrás Ísraelshers í Gasa kom í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á nálægar byggðir í Ísrael, þar sem 1.200 manns, flest óbreyttir borgarar, létust.

Hvetur til upprætingar HamasStefán Einar Stefánsson, þáttarstjórnandi og fyrrverandi viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur látið sig málefni Ísraels varða og varar við áhrifum þess að eyða ekki Hamas-samtökunum af yfirborði jarðar.

Þegar Stefán er spurður undir færslu sinni um heimildir fyrir því að fjármögnunin sé með þeim hætti sem hann fullyrðir svarar hann með því að birta vefslóð á síðu Sjálfstæðisflokksins þar sem tilkynnt er um að Ísland hafi tvöfaldað framlag sitt til mannúðaraðstoðar á Gasa. Má af þessu svari skilja að Stefán telji gjafafé sem lagt er til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, fari í að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna.

Svör utanríkisráðuneytisins

Heimildin leitaði svara hjá utanríkisráðuneytinu um rekjanleika fjárframlaga til flóttamannahjálparinnar. Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að „allar rökstuddar grunsemdir um misnotkun á fjármunum og starfsstöðvum UNRWA eru teknar alvarlega og rannsakaðar ofan í kjölinn“. Það sé gert reglulega bæði af innra eftirliti stofnunarinnar og af óháðum eftirlitsaðilum af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þá sinni gjafaríki, sérstaklega þau stærstu, nánu eftirliti með starfseminni. 

Í svari utanríkisráðuneytisins er einnig bent á nýlega úttekt sem gerð var á UNRWA í kjölfar ákvörðunar sænskra yfirvalda um stöðva allar greiðslur til þróunarsamvinnu í Palestínu eftir hryðjuverkaáras Hamas þann 7. október síðastliðinn.

Úttektinni lauk nýverið og voru engar athugasemdir gerðar við innra eftirlitskerfi UNRWA. Þá kom sömuleiðis fram í úttektarskýrslunni að „eftirlitsferlar stofnunarinnar lágmarki áhættuna á misferli með fjármuni.“

Ekki náðist í Stefán Einar við vinnslu fréttarinnar.

Viðrar áhyggjur af sniðgöngu

Stefán Einar hefur í dag haldið áfram að láta til sín taka í umræðu um málefni Ísraels og Palestínu. Undir Facebook-færslu Karenar Kjartansdóttur almannatengils lýsir hann áhyggjum af andmælum almennings gegn viðskiptum íslenskra fyrirtækja við ísraelska færsluhirðafélagið Rapyd, en forstjóri og eigandi félagsins hefur opinberlega hvatt til útrýmingar allra Hamas-liða, líkt og Stefán Einar. 

Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“
Stefán Einar Stefánsson
Þáttarstjórnandi Spursmáls, um sniðgöngu á ísraelska félaginu Rapyd

„Þetta er orðið gjörsamlega geðtrufluð slaufunarmenning. Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“ spyr hann. 

Forsaga þess að hvatt hefur verið til sniðgöngu á félaginu er að forstjóri þess, Arik Shtilman, hafði svarað gagnrýni Íslendings á stuðning við árásina á Gasa með þeim hætti að hann vildi „drepa hvern einasta Hamasliða og eyða þeim“ og þegar hann var spurður út í tilkostnaðinn lýsti hann yfir: „Hvað sem það kostar“.

Ísland greiddi nýverið atkvæði með ályktun allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasa til þess að vernda almenna borgara þar frá sprengjuárásum Ísraela. Aðeins tíu ríki voru mótfallin. Áður, 27. október síðastliðinn, hafði Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu um sambærilega ályktun vegna ósamkomulags um orðalag.

Stofnun til hjálpar palestínsku flóttafólki

Flóttamannahjálp S.Þ. gagnvart Palestínu er stofnun sem komið var á laggirnar árið 1949 með ályktun Sameinuðu þjóðanna og hafði þann tilgang að aðstoða þá rúmlega 700.000 Palestínumenn sem voru þá á flótta í kjölfar fyrsta stríðs Ísraels og Araba 1948. Stofnunin hefur síðan haldið áfram að veita víðtæka mannúðaraðstoð, til dæmis heilbrigðisþjónustu, húsnæði og skólakennslu, fyrir palestínska flóttamenn á Vesturbakkanum, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon og á Gazasvæðinu. Þá sér stofnunin um að dreifa hjálpargögnum til þeirra sem eru í bráðri neyð.

Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að UNRWA sé orðinn helsti viðbragsaðili Sameinuðu þjóðanna á Gaza í þeirri neyð sem nú ríkir. Þá segir einnig í svari ráðuneytisins að tæplega 1,4 milljónir flóttamanna hafa leitað skjóls í neyðarskýlum UNRWA sem alla jafnan hýsa skólastarf og aðra þjónustu á vegum stofnunarinnar.

Ásakanirnar ekki nýjar af nálinni

Kenningarnar sem tíundaðar eru í yfirlýsingum Stefáns hafa áður komið fram. Stofnanir, eins og UNRWA, hafa verið sakaðir um að styðja við palestínskan skæruhernað um langt skeið, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Þessar ásakanir hafa nú komist í hámæli á ný í ljósi átakanna sem nú standa yfir.

Fyrr í þessum mánuði gaf  Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu út yfirlýsingu þar sem slíkum ásökunum var hafnað og þær sagðar órökstuddar. Þá kallaði stofnunin eftir því að blaðamenn, sem hafa birt slíkar fullyrðingar, færi rök fyrir sínu máli eða dragi til baka ásakanirnar, sem stofnunin álítur grafalvarlegar.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Því miður veður víða rugl uppí í fréttum. Þessi fréttaskýring er gróf móðgun við allt hjálparstarf. Hvað segir sami fréttamaður um skaðabætur sem Þjóðverjar hafa greitt til Ísrael í um 75 ár? Hvernig hefur það mikla fé verið notað? Kannski til að hergagnaframleiðendur geti grætt meira?
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Varðandi framtíð Hamas og áhyggjur sérfræðings Morgunblaðsins, þá segir einn ritstjóra Jewish Currents í New York Times (blað sem er dálítið, að minnsta kosti, vandaðra að virðingu sinni en Mogginn) "að þeir sem ganga til liðs við sveitir Hamas eru frá fjölskyldum þeirra sem Ísrael hefur drepið einhvern eða alla". Það verður ekki mönnunarvandi þar næstu ár og áratugi ef heldur sem horfir.
    1
  • J
    Jón skrifaði
    Skilst að séu þarna vandræði með lingus, sýking minnir mig eða drep jafnvel, á lingus. Það er ekki gamanmál þekki það af eigin raun og óskandi að honum batni fljótt af þessu og gangi vaskur í nýtt ár með hraustan lingus.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er alltaf bagalegt þegar manneskja hefur eingöngu eyrnmerg á milli eyrna sinna.
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þeir eru sumir sérstakir húskarlarnir hjá Mogganum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
10
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár