Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza

Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykkti í kvöld álykt­un um vopna­hlé á Gaza með 153 at­kvæð­um. Álykt­un­in er ekki bind­andi en Ís­land var með­flutn­ings­að­ili henn­ar.

Ísland greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir greindi frá því hvernig Ísland greiddi atkvæði á Facebook í kvöld. Mynd: Golli


„Ísland greiddi í kvöld atkvæði með ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza sem var samþykkt með 153 atkvæðum.“ Svona hefst færsla sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti á Facebook í kvöld.

Þar segir hún að neyðarumræða allsherjarþingsins, sem fór fram í dag, hafi verið viðbragð við atburðarás síðastliðins föstudags þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki ályktun um vopnahlé þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi. 

Ísland var meðflutningsaðili tillögunnar um vopnahléið sem greitt var atkvæði um í kvöld og þótt ályktunin sé ekki bindandi þá sýnir hún vilja meirihluta aðildarríkjanna 193. Alls sátu 23 ríki hjá og tíu greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Katrín segir í færslunni að það sé nauðsynlegt að vopnahléið raungerist tafarlaust.

Fyrr um kvöldið átti hún fund með Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, í Genf þar sem hún greindi honum frá ofangreindri afstöðu íslenskra stjórnvalda, stuðningi Íslands á föstudag við tillögu Antonio Guterres um að öryggisráðið myndi bregðast við og þeim fjárhagslega stuðningi sem Ísland hefur verið að veita til mannúðaraðstoðar á Gaza. „Þá greindi ég honum frá samþykkt Alþingis um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég var stödd í Genf á sérstökum fundi sem haldinn var af mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar. Þar stýrði ég pallborði um réttinn til heilnæms umhverfis og gerði grein fyrir niðurstöðum þess í lok fundarins. Þá átti ég fjölda tvíhliða funda, meðal annars um framboð Íslands til mannréttindaráðsins. Hitti meðal annarra forseta Sviss, forsætisráðherra Liechtenstein, forsætisráðherra Saó Tome og Prinsípe og utanríkisráðherra Máritíus.“

Viðsnúningur frá 27. október

Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkir ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Það gerðist líka 27. október en þá studdu 120 ríki tillöguna og 14 greiddu atkvæði gegn henni. Alls 45 ríki sátu hjá, þar á meðal Ísland. Sú ákvörðun var tekin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins sem hafði þá nýlega tekið við sem utanríkisráðherra. 

Ákvörðun Íslands að sitja hjá var harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Bjarni tjáði sig um málið í færslu á Facebook þar sem hann ítrekaði að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hefði Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þessi afstaða leiddi til mikilla deilna innan ríkisstjórnar Íslands þar sem Vinstri græn voru mjög óánægð með ákvörðun Bjarna. Ein birtingarmynd þess var að tveir þing­menn Vinstri grænna tilkynntu að þær myndu vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an gekk þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Sú tillaga var á endanum ekki tekin til atkvæðagreiðslu.

Þess í stað samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar þann 9. nóvember um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
ErlentÁrásir á Gaza

Klöpp­uðu og klöpp­uðu á með­an hryll­ing­ur­inn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár