Gervigreindarhernaður Ísraelshers býr til „færiband fjöldamorða“
Húsarústir í Rafah-borg Heimili Al Jazzar-fjölskyldunnar í borginni Rafah í suðurhluta Gasa í rústum eftir loftárás Ísraelshers 4. desember. Mynd: AFP
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gervigreindarhernaður Ísraelshers býr til „færiband fjöldamorða“

Ísra­els­her not­ast nú við há­þró­aða gervi­greind­ar­tækni til að tí­falda af­kasta­getu sína í stríð­inu sem geis­ar nú á Gasa. Mik­ið mann­fall al­mennra borg­ara er þekkt og út­reikn­uð stærð í al­gór­it­ma gervi­greind­ar­inn­ar, sem köll­uð er „Guð­spjall­ið.“

Ísraelsher hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi tæknivæðingar og er gjarnan talinn vera með tæknivæddari herjum jarðar. Í skammvinnu stríði sínu árið 2021 gegn Hamas tilkynntu ísraelsk yfirvöld að þau hefðu háð sitt „fyrsta gervigreindarstríð.“ Það var þó aðeins forsmekkur af því sem koma skyldi. Í stríðinu sem nú geisar á Gasa-strönd, þar sem meira en 16 þúsund Palestínumenn hafa þegar látið lífið, hefur Ísraelsher náð að tífalda afkastagetu á skotmarkafjölda sínum með notkun gervigreindar á vegum leyniþjónustu Ísraelshers sem gengur undir nafninu „Habsora,“ eða „Guðspjallið.“ Gervigreindin stundar umfangsmikla gagnasöfnun og gagnagreiningu og reiknar út með algóritma hver verði áætlaður fjöldi almennra borgara sem muni láta lífið í hverri árás.

Talsmenn Ísraelshers fara ekki í felur með notkun sína á þessari gervigreind til að greina og finna skotmörk fyrir loft- og sprengjuárásir sínar. Háttsettur stjórnandi innan leyniþjónustu Ísraelshers sagði við Jerusalem Post að vegna gervigreindarinnar hefði verið gerð árás …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
FréttirÁrásir á Gaza

Þjóð­armorð á Gasa „kerf­is­bund­ið“ bælt nið­ur á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár