Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur sam­þykkti í dag að flagga hvít­um fána með mynd af dúfu við ráð­hús borg­ar­inn­ar, í heil­an mán­uð frá Þor­láks­messu.

Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð
Ráðhúsið Hvítum friðarfána verður flaggað við ráðhúsið í Reykjavík í heilan mánuð, frá Þorláksmessu. Mynd: Davíð Þór

Á Þorláksmessu verður hvítur friðarfáni með mynd af dúfu dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur og hann látinn standa í mánuð, en tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Tillagan var borin upp af öllu borgarráði, auk áheyrnarfulltrúa.

Ákall hefur uppi um að palestínskum fána verði flaggað við ráðhúsið við Tjörnina undanfarnar vikur, en fulltrúar Sósíalistaflokksins í borgarstjórn voru á meðal þeirra sem höfðu lagt það til.

Undir lok nóvember var palestínskur fáni svo dreginn að húni við ráðhúsið að næturlagi, en fjarlægður að morgni dags.

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag kemur fram að hvítum friðarfána verði flaggað í  „þágu mannúðar“ og  „til stuðnings við þá skýlausu kröfu að almennum borgurum sé hlíft við stríðsátökum í þágu mannúðar“.

Ráðgjöf frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag segir jafnframt að friðardúfan sé táknræn fyrir frið, samhug, samstöðu og mannúð. Þar segir einnig að borgarráð hafi leitað til Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, sem hafi mælt með fána með friðardúfu. 

„Lagt er til að friðarfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur á Þorláksmessu og standi í mánuð,“ segir í tillögunni, sem var síðasta mál á dagskrá á fundi borgarráðs í dag.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Hræsnin í Borgarstjórn Reykjavíkur! Þegar þurfti að sýna Úkraínu stuðning þá var fána Úkraínu flaggað í ráðhúsinu og Höfða og sérstök tilkynning á Facebook um það. En þegar kemur að Palestínu þá er samúð borgarstjórnarinnar með Ísrael!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár