Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur sam­þykkti í dag að flagga hvít­um fána með mynd af dúfu við ráð­hús borg­ar­inn­ar, í heil­an mán­uð frá Þor­láks­messu.

Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð
Ráðhúsið Hvítum friðarfána verður flaggað við ráðhúsið í Reykjavík í heilan mánuð, frá Þorláksmessu. Mynd: Davíð Þór

Á Þorláksmessu verður hvítur friðarfáni með mynd af dúfu dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur og hann látinn standa í mánuð, en tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Tillagan var borin upp af öllu borgarráði, auk áheyrnarfulltrúa.

Ákall hefur uppi um að palestínskum fána verði flaggað við ráðhúsið við Tjörnina undanfarnar vikur, en fulltrúar Sósíalistaflokksins í borgarstjórn voru á meðal þeirra sem höfðu lagt það til.

Undir lok nóvember var palestínskur fáni svo dreginn að húni við ráðhúsið að næturlagi, en fjarlægður að morgni dags.

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag kemur fram að hvítum friðarfána verði flaggað í  „þágu mannúðar“ og  „til stuðnings við þá skýlausu kröfu að almennum borgurum sé hlíft við stríðsátökum í þágu mannúðar“.

Ráðgjöf frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag segir jafnframt að friðardúfan sé táknræn fyrir frið, samhug, samstöðu og mannúð. Þar segir einnig að borgarráð hafi leitað til Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, sem hafi mælt með fána með friðardúfu. 

„Lagt er til að friðarfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur á Þorláksmessu og standi í mánuð,“ segir í tillögunni, sem var síðasta mál á dagskrá á fundi borgarráðs í dag.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Hræsnin í Borgarstjórn Reykjavíkur! Þegar þurfti að sýna Úkraínu stuðning þá var fána Úkraínu flaggað í ráðhúsinu og Höfða og sérstök tilkynning á Facebook um það. En þegar kemur að Palestínu þá er samúð borgarstjórnarinnar með Ísrael!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu