Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur sam­þykkti í dag að flagga hvít­um fána með mynd af dúfu við ráð­hús borg­ar­inn­ar, í heil­an mán­uð frá Þor­láks­messu.

Flagga friðarfána með dúfu við ráðhúsið í mánuð
Ráðhúsið Hvítum friðarfána verður flaggað við ráðhúsið í Reykjavík í heilan mánuð, frá Þorláksmessu. Mynd: Davíð Þór

Á Þorláksmessu verður hvítur friðarfáni með mynd af dúfu dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur og hann látinn standa í mánuð, en tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Tillagan var borin upp af öllu borgarráði, auk áheyrnarfulltrúa.

Ákall hefur uppi um að palestínskum fána verði flaggað við ráðhúsið við Tjörnina undanfarnar vikur, en fulltrúar Sósíalistaflokksins í borgarstjórn voru á meðal þeirra sem höfðu lagt það til.

Undir lok nóvember var palestínskur fáni svo dreginn að húni við ráðhúsið að næturlagi, en fjarlægður að morgni dags.

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag kemur fram að hvítum friðarfána verði flaggað í  „þágu mannúðar“ og  „til stuðnings við þá skýlausu kröfu að almennum borgurum sé hlíft við stríðsátökum í þágu mannúðar“.

Ráðgjöf frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Í tillögunni sem borgarráð samþykkti í dag segir jafnframt að friðardúfan sé táknræn fyrir frið, samhug, samstöðu og mannúð. Þar segir einnig að borgarráð hafi leitað til Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, sem hafi mælt með fána með friðardúfu. 

„Lagt er til að friðarfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur á Þorláksmessu og standi í mánuð,“ segir í tillögunni, sem var síðasta mál á dagskrá á fundi borgarráðs í dag.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Hræsnin í Borgarstjórn Reykjavíkur! Þegar þurfti að sýna Úkraínu stuðning þá var fána Úkraínu flaggað í ráðhúsinu og Höfða og sérstök tilkynning á Facebook um það. En þegar kemur að Palestínu þá er samúð borgarstjórnarinnar með Ísrael!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár