Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fimm ný bætast við Heimildina

Ört hef­ur bæst við starfs­manna­hóp Heim­ild­ar­inn­ar ný­ver­ið.

Fimm ný bætast við Heimildina
Nýtt starfsfólk Kjartan Þorbjörnsson/Golli, Georg Gylfason, Katrín Ásta Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Jón Ferdínand Estherarson. Mynd: Golli

Heimildin hefur undanfarið bætt við sig nýju starfsfólki sem er ætlað að stórauka þá þjónustu sem miðillinn veitir lesendum sínum. Í byrjun desembermánaðar var sett á fót sérstök veffréttadeild sem hefur það hlutverk að auka daglega fréttaþjónustu Heimildarinnar á vef. Fjórir blaðamenn hafa þegar hafið störf á þeirri deild, þau Ragnhildur Helgadóttir, Georg Gylfason, Katrín Ásta Sigurjónsdóttir og Jón Ferdínand Estherarson. 

Ragnhildur starfaði áður hjá mbl.is og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Georg var áður blaðamaður á Fréttablaðinu. Hann er sagnfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í hagfræði og stjórnmálafræði frá London School of Economics. Katrín Ásta er menntuð í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfaði á Fréttablaðinu fram að lokun þess. Jón Ferdínand er meistari í sagnfræði og með BA-gráðu í stjórnmálafræði, meðal annars með séráherslu á stjórnmálasálfræði popúlísma og áhrif fjármagns á kosningar í rómverska lýðveldinu.

Þá hóf ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, nýverið störf hjá Heimildinni. Hann sinnir myndritstjórn jafnt á vef og í blaði, samhliða því að sjá um ljósmyndir fyrir miðilinn. Golli er með reyndustu starfandi fréttaljósmyndurum landsins og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir störf sín. Hann starfaði áður hjá Iceland Review.

Nýr vikulegur sjónvarpsþáttur Heimildarinnar fór auk þess í loftið 1. desember síðastliðinn og hefur verið afar vel tekið. Hann heitir Pressa og er í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Margrétar Marteinsdóttur, blaðamanna á Heimildinni. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi í gegnum vef Heimildarinnar í hádeginu á föstudögum og verður aðgengilegur áskrifendum. Um er að ræða þjóðmálaþátt þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar, en þátturinn er sendur út sama dag vikunnar og prentúgáfa Heimildarinnar berst áskrifendum í hverri viku. 

Fleiri nýjungar verða kynntar áskrifendum á næstu vikum og mánuðum.

Lestur að Heimildinni jókst mikið við aukna útgáfutíðni síðasta vor. Í Reykjavík mældist Heimildin mest lesna blað borgarinnar ásamt Morgunblaðinu og var munurinn innan skekkjumarka. Á landsvísu lesa nú að meðaltali 14,2 prósent Heimildina í hverri viku, samkvæmt könnunum Gallup. 

Hægt er að gerast áskrifandi á vefslóðinni heimildin.is/askrift.

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Heimildin og Samstöðin er helsta aðhaldið á fjölmiðlamarkaði í dag. Vonandi að fólk sjái sér fært að tryggja starfsemi þeirra sem reyna að standa í lappirnar. Ég er altént með áskrift hjá báðum og ætla að gera áfram.
    10
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Of miklar spillingarfréttir gera mann dofinn. En það verður að tryggja að allt sem hefur verið birt í Stundinni, Kjarnanum og nú Heimildinni verði alltaf aðgengilegt sama hvernig fer með útgáfu miðilsins. Takk fyrir ykkar störf.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu