Fimm ný bætast við Heimildina

Ört hef­ur bæst við starfs­manna­hóp Heim­ild­ar­inn­ar ný­ver­ið.

Fimm ný bætast við Heimildina
Nýtt starfsfólk Kjartan Þorbjörnsson/Golli, Georg Gylfason, Katrín Ásta Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Jón Ferdínand Estherarson. Mynd: Golli

Heimildin hefur undanfarið bætt við sig nýju starfsfólki sem er ætlað að stórauka þá þjónustu sem miðillinn veitir lesendum sínum. Í byrjun desembermánaðar var sett á fót sérstök veffréttadeild sem hefur það hlutverk að auka daglega fréttaþjónustu Heimildarinnar á vef. Fjórir blaðamenn hafa þegar hafið störf á þeirri deild, þau Ragnhildur Helgadóttir, Georg Gylfason, Katrín Ásta Sigurjónsdóttir og Jón Ferdínand Estherarson. 

Ragnhildur starfaði áður hjá mbl.is og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Georg var áður blaðamaður á Fréttablaðinu. Hann er sagnfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í hagfræði og stjórnmálafræði frá London School of Economics. Katrín Ásta er menntuð í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfaði á Fréttablaðinu fram að lokun þess. Jón Ferdínand er meistari í sagnfræði og með BA-gráðu í stjórnmálafræði, meðal annars með séráherslu á stjórnmálasálfræði popúlísma og áhrif fjármagns á kosningar í rómverska lýðveldinu.

Þá hóf ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, nýverið störf hjá Heimildinni. Hann sinnir myndritstjórn jafnt á vef og í blaði, samhliða því að sjá um ljósmyndir fyrir miðilinn. Golli er með reyndustu starfandi fréttaljósmyndurum landsins og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir störf sín. Hann starfaði áður hjá Iceland Review.

Nýr vikulegur sjónvarpsþáttur Heimildarinnar fór auk þess í loftið 1. desember síðastliðinn og hefur verið afar vel tekið. Hann heitir Pressa og er í umsjón Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Margrétar Marteinsdóttur, blaðamanna á Heimildinni. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi í gegnum vef Heimildarinnar í hádeginu á föstudögum og verður aðgengilegur áskrifendum. Um er að ræða þjóðmálaþátt þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar, en þátturinn er sendur út sama dag vikunnar og prentúgáfa Heimildarinnar berst áskrifendum í hverri viku. 

Fleiri nýjungar verða kynntar áskrifendum á næstu vikum og mánuðum.

Lestur að Heimildinni jókst mikið við aukna útgáfutíðni síðasta vor. Í Reykjavík mældist Heimildin mest lesna blað borgarinnar ásamt Morgunblaðinu og var munurinn innan skekkjumarka. Á landsvísu lesa nú að meðaltali 14,2 prósent Heimildina í hverri viku, samkvæmt könnunum Gallup. 

Hægt er að gerast áskrifandi á vefslóðinni heimildin.is/askrift.

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Heimildin og Samstöðin er helsta aðhaldið á fjölmiðlamarkaði í dag. Vonandi að fólk sjái sér fært að tryggja starfsemi þeirra sem reyna að standa í lappirnar. Ég er altént með áskrift hjá báðum og ætla að gera áfram.
    10
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Of miklar spillingarfréttir gera mann dofinn. En það verður að tryggja að allt sem hefur verið birt í Stundinni, Kjarnanum og nú Heimildinni verði alltaf aðgengilegt sama hvernig fer með útgáfu miðilsins. Takk fyrir ykkar störf.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu