Sigurveig segir að líklega sé þetta ketóréttur ársins. „Rétturinn er þægilegur og fljótlegur. Hann minnir mig svolítið á gamla fiskhringinn – sem var í hlaupi, kannski með grænmeti, eggjum og rækjum. Eða laxi. Var alltaf lúða í því. En þetta er hollt og gott og flestir eru hrifnir af þessum rétti. Hann er líka góður sem forréttur,“ útskýrir hún.
„Ég fann hann upp en mér finnst köld lúða alltaf góð með mæjonesi. Og líka rækjur með mæjonesi. Og soðin egg. Þetta er allt gott saman og gerir góðan rétt sem hægt er að gera fyrir fram.“
Innihaldið er þetta en Sigurveig segir ekki skipta máli í þessari uppskrift að ákveða hlutföllin.
Köld lúða
Rækjur
Mæjones
Harðsoðin egg
Pipar og sítróna, smá
„That’s it!“ – klykkir hún út með.
Athugasemdir (1)