Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur vek­ur at­hygli á því að þakka megi fyr­ir hvernig vind­ar blása á suð­vest­ur­horn­inu í kvöld, nú þeg­ar jörð­in hef­ur opn­ast með nokkr­um krafti norð­an Grinda­vík­ur. Næsta þétt­býli á leið gosguf­anna er Þor­láks­höfn og gæti gasi sleg­ið þar nið­ur, en á morg­un mun mökk­inn blása á haf út.

Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ
Gos Gosið sem hófst í kvöld, séð frá Krýsuvíkurvegi. Mynd: Golli

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það megi teljast heppni að vindur stóð ekki af suðaustri í kvöld, er eldgos hófst á nokkurra kílómetra langri sprungu norðaustan Grindavíkur.

Ef svo hefði farið hefði gosmökkinn „lagt beinustu leið yfir Reykjanesbæ og Garðskaga“ og Keflavíkurflugvöllur jafnframt að öllum líkindum lokast. 

Í staðinn hefur vindur blásið úr vestri og mun vindáttin haldast nokkuð stöðug til morguns. Næsta þéttbýli til austurs, sem gosmóðan leggur þá yfir, er Þorlákshöfn. 

„V-átt er fremur heppileg vindátt, en þó gæti slegið niður gasi í Þorlákshöfn og neðantil í Ölfusinu. Eins á Eyrarbakka og Stokkseyri og e.t.v. víðar í lágsveitum Suðurlands,“ skrifaði Einar í færslu á Facebook í nótt.

Á morgun verður vindáttin svo enn heppilegri, eða norðvestanátt með strekkingsvindi, sem þýðir að gosmökkinn leggur yfir Krísuvíkurbjarg og þaðan beint á haf út.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár