Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur vek­ur at­hygli á því að þakka megi fyr­ir hvernig vind­ar blása á suð­vest­ur­horn­inu í kvöld, nú þeg­ar jörð­in hef­ur opn­ast með nokkr­um krafti norð­an Grinda­vík­ur. Næsta þétt­býli á leið gosguf­anna er Þor­láks­höfn og gæti gasi sleg­ið þar nið­ur, en á morg­un mun mökk­inn blása á haf út.

Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ
Gos Gosið sem hófst í kvöld, séð frá Krýsuvíkurvegi. Mynd: Golli

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það megi teljast heppni að vindur stóð ekki af suðaustri í kvöld, er eldgos hófst á nokkurra kílómetra langri sprungu norðaustan Grindavíkur.

Ef svo hefði farið hefði gosmökkinn „lagt beinustu leið yfir Reykjanesbæ og Garðskaga“ og Keflavíkurflugvöllur jafnframt að öllum líkindum lokast. 

Í staðinn hefur vindur blásið úr vestri og mun vindáttin haldast nokkuð stöðug til morguns. Næsta þéttbýli til austurs, sem gosmóðan leggur þá yfir, er Þorlákshöfn. 

„V-átt er fremur heppileg vindátt, en þó gæti slegið niður gasi í Þorlákshöfn og neðantil í Ölfusinu. Eins á Eyrarbakka og Stokkseyri og e.t.v. víðar í lágsveitum Suðurlands,“ skrifaði Einar í færslu á Facebook í nótt.

Á morgun verður vindáttin svo enn heppilegri, eða norðvestanátt með strekkingsvindi, sem þýðir að gosmökkinn leggur yfir Krísuvíkurbjarg og þaðan beint á haf út.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár