Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Noorina og Asil komnar með íslenskan ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga

Ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 20 í gær sam­kvæmt ákvörð­un Al­þing­is. Þar á með­al eru tvær ung­ar kon­ur, ann­ars veg­ar frá Af­gan­ist­an og hins veg­ar frá Palestínu, sem stigu fram í Heim­ild­inni ný­ver­ið. Önn­ur, 27 ára lækn­ir, flúði ógn­ar­stjórn Talíbana. Hin, sautján ára frá Gaza, missti fjöl­skyldiuna sína og hluta af vinstri fæti í loft­árás Ísra­ela.

Noorina og Asil komnar með íslenskan  ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga
Barist fyrir þær Noorina naut liðsinnis Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur í baráttu sinni fyrir að fá að vera á Íslandi og bróðir Asil, sem býr hér á landi, hefur barist fyrir að fá systur sína hingað. Mynd: Samsett


Alþingi veitti 20 nýjum Íslendingum ríkisborgararétt í gær, en hægt er að sækja um slíkan rétt til allsherjar- og menntamálanefndar. Alls bárust nefndinni 127 umsóknir og hún lagði til að umsækjendum á 18 þeirra yrði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk barna tveggja barna umsækjenda. 

Á meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt var Noorina Khalikyar, afganskur læknir sem flúði Kabúl eftir valdatöku Talíbana árið 2021, en eftir hana voru konur sviptar flestum mannréttindum og tækifærum sem talin eru sjálfsögð víða í hinum vestræna heimi. Noorina fór fyrst til Rúmeníu en fékk engin tækifæri og í viðtali við Heimildina í byrjun nóvember sagðist hún: „Ég hefði dáið einu sinni í Afganistan ef þeir hefðu komið og drepið mig þar. En í Rúmeníu dó ég daglega.“ Hún sagðist hafa fengið kaldar kveðjur frá Rúmenum sem hleyptu henni ekki inn í samfélagið. „Mig langaði að enda líf mitt því ég sá engan tilgang í því að berjast áfram.“

Í maí síðastliðnum kom hún til Íslands. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fara í Krónuna að kaupa sér í matinn. „Ég bað konu um aðstoð, ég vissi ekki hvaða jógúrt ég ætti að velja. Konan sagði: Velkomin til Íslands! Hvernig get ég hjálpað þér?“ rifjar Noorina upp með bros á vör. Hún varð strax hrifin af landinu og þakklát fyrir það hve vel Íslendingar tóku henni. 

„Ísland er von um nýtt líf, nýtt upphaf. Ísland er lognið sem ég þurfti eftir þrumuveðrið sem ég var stödd í. Hér á ég tækifæri á að endurfæðast, eignast nýtt líf í góðu samfélagi með góðu fólki. Þess vegna sótti ég um alþjóðlega vernd.“ 

Þeirri beiðni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að hún væri með stöðu flóttamanns í Rúmeníu.

Ingibjörg Sólrún aðstoðaði

Noorina kynntist svo Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, borgarstjóra og utanríkisráðherra. Hún hjálpaði henni með mál sitt á meðan að beðið var niðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála, en Ingibjörg bjó og starfaði í tvö ár í Afganistan á vegum UN Women.

Í viðtalinu við Heimildina í nóvember sagði Noorina: „Ef ég fæ að vera hér vona ég að ég geti klárað sérnámið mitt, ég veit að hér vantar lækna og vonandi get ég hjálpað til við það. Ég get séð svo fallega framtíð hér því þetta er land kvenna.“

Nú hefur henni verið veittur ríkisborgararéttur og er orðinn Íslendingur. Ingibjörg Sólrún birti færslu á Facebook í gærkvöldi vegna þessa þar sem hún sagði að í gær hafi komið besta jólagjöf sem hugsast getur í hús. „Alþingi samþykkti að veita Noorinu Khalikyar frá Afganistan íslenskan ríkisborgararétt. Nú getur hún loksins farið að skipuleggja framtíð sína eftir tvö ár á flótta í algerri óvissu. Kærar þakkir til Alþingis og ykkar allra sem lögðuð ykkar að mörkum til að þessi niðurstaða fengist. Þið vitið hver þið eruð.“ 

Missti fjölskyldu sína og hluta af fætinum

Önnur ung kona sem fékk ríkisborgararétt eftir að hafa sótt um í gegnum allsherjar- og menntamálanefnd er Asil J. Suleiman Almassri. Hún er sautján ára stúlka frá Palestínu sem sem slas­að­ist al­var­lega í nýlegri loft­árás Ísra­els­hers. Afleiðingar þessa voru meðal annars þær að fjarlægja þurfti vinstri fót hennar fyrir ofan hné.

Hún sagði í sam­tali við Heim­ild­ina í kjölfarið að það hafi verið eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil hefur dvalið á spít­ala í Egyptalandi en bróð­ir henn­ar, sem býr á Ís­landi, hefur barist fyrir því a fá hana hing­að. Til stóð að senda Asil aftur til Gaza þegar bráðameðferð hennar yrði lokið, þar sem hún átti engan lengur að og búið var að jafna heimili hennar við jörðu.

Í viðtalinu við Heimildina sagði Asil að hún gæti ekki farið aftur til Gaza. „Ég á engan að þar. Ég er alvarlega þunglynd, ég er einmana og hrædd. Ég lifi í martröð.“

Miðflokkurinn sat hjá

Fyrirkomulag þess umsóknarferlis sem leiðir af sér að Alþingi veitir hluta umsækjenda ríkisborgararétt með ofangreindum hætti er þannig að sérstök undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem í sitja þrír þingmenn, fer yfir allar umsóknir sem berast. Birgir Þórarinsson úr Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir úr Vinstri grænum og Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingu skipuðu nefndina að þessu sinni, en Birgir stýrði starfi hennar. 

Sat hjáAllur þingflokkur Miðflokksins, sem telur tvo þingmenn, sat hjá þegar kosið var um að veita einstaklingunum 20 íslenskan ríkisborgararétt.

Alls samþykktu 50 þingmenn úr sjö mismunandi flokkum á þingi að veita einstaklingunum 20 ríkisborgararétt þegar málið var afgreitt í gær. Ellefu þingmenn voru fjarverandi og greiddu ekki atkvæði. Einu þingmennirnir sem voru viðstaddir sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þessi frétt lýsir spillingunni sem er inngróin í þjóðarsálina. Ef þú þekkir mann sem þekkir mann þá opnast allar dyr. Og ef sá maður hefur líka pólitízka innistæðu þá færðu jafnvel íslenzkan ríkisborgararétt á meðan aðrir heyra bara ..Þú ert númer 100 í röðinni...." Að því sögðu þá óska ég öllum nýju ríkisborgurunum til hamingju með þá stöðu sem ríkisborgararétturinn veitir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár