Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Noorina og Asil komnar með íslenskan ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga

Ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 20 í gær sam­kvæmt ákvörð­un Al­þing­is. Þar á með­al eru tvær ung­ar kon­ur, ann­ars veg­ar frá Af­gan­ist­an og hins veg­ar frá Palestínu, sem stigu fram í Heim­ild­inni ný­ver­ið. Önn­ur, 27 ára lækn­ir, flúði ógn­ar­stjórn Talíbana. Hin, sautján ára frá Gaza, missti fjöl­skyldiuna sína og hluta af vinstri fæti í loft­árás Ísra­ela.

Noorina og Asil komnar með íslenskan  ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga
Barist fyrir þær Noorina naut liðsinnis Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur í baráttu sinni fyrir að fá að vera á Íslandi og bróðir Asil, sem býr hér á landi, hefur barist fyrir að fá systur sína hingað. Mynd: Samsett


Alþingi veitti 20 nýjum Íslendingum ríkisborgararétt í gær, en hægt er að sækja um slíkan rétt til allsherjar- og menntamálanefndar. Alls bárust nefndinni 127 umsóknir og hún lagði til að umsækjendum á 18 þeirra yrði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk barna tveggja barna umsækjenda. 

Á meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt var Noorina Khalikyar, afganskur læknir sem flúði Kabúl eftir valdatöku Talíbana árið 2021, en eftir hana voru konur sviptar flestum mannréttindum og tækifærum sem talin eru sjálfsögð víða í hinum vestræna heimi. Noorina fór fyrst til Rúmeníu en fékk engin tækifæri og í viðtali við Heimildina í byrjun nóvember sagðist hún: „Ég hefði dáið einu sinni í Afganistan ef þeir hefðu komið og drepið mig þar. En í Rúmeníu dó ég daglega.“ Hún sagðist hafa fengið kaldar kveðjur frá Rúmenum sem hleyptu henni ekki inn í samfélagið. „Mig langaði að enda líf mitt því ég sá engan tilgang í því að berjast áfram.“

Í maí síðastliðnum kom hún til Íslands. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fara í Krónuna að kaupa sér í matinn. „Ég bað konu um aðstoð, ég vissi ekki hvaða jógúrt ég ætti að velja. Konan sagði: Velkomin til Íslands! Hvernig get ég hjálpað þér?“ rifjar Noorina upp með bros á vör. Hún varð strax hrifin af landinu og þakklát fyrir það hve vel Íslendingar tóku henni. 

„Ísland er von um nýtt líf, nýtt upphaf. Ísland er lognið sem ég þurfti eftir þrumuveðrið sem ég var stödd í. Hér á ég tækifæri á að endurfæðast, eignast nýtt líf í góðu samfélagi með góðu fólki. Þess vegna sótti ég um alþjóðlega vernd.“ 

Þeirri beiðni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að hún væri með stöðu flóttamanns í Rúmeníu.

Ingibjörg Sólrún aðstoðaði

Noorina kynntist svo Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, borgarstjóra og utanríkisráðherra. Hún hjálpaði henni með mál sitt á meðan að beðið var niðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála, en Ingibjörg bjó og starfaði í tvö ár í Afganistan á vegum UN Women.

Í viðtalinu við Heimildina í nóvember sagði Noorina: „Ef ég fæ að vera hér vona ég að ég geti klárað sérnámið mitt, ég veit að hér vantar lækna og vonandi get ég hjálpað til við það. Ég get séð svo fallega framtíð hér því þetta er land kvenna.“

Nú hefur henni verið veittur ríkisborgararéttur og er orðinn Íslendingur. Ingibjörg Sólrún birti færslu á Facebook í gærkvöldi vegna þessa þar sem hún sagði að í gær hafi komið besta jólagjöf sem hugsast getur í hús. „Alþingi samþykkti að veita Noorinu Khalikyar frá Afganistan íslenskan ríkisborgararétt. Nú getur hún loksins farið að skipuleggja framtíð sína eftir tvö ár á flótta í algerri óvissu. Kærar þakkir til Alþingis og ykkar allra sem lögðuð ykkar að mörkum til að þessi niðurstaða fengist. Þið vitið hver þið eruð.“ 

Missti fjölskyldu sína og hluta af fætinum

Önnur ung kona sem fékk ríkisborgararétt eftir að hafa sótt um í gegnum allsherjar- og menntamálanefnd er Asil J. Suleiman Almassri. Hún er sautján ára stúlka frá Palestínu sem sem slas­að­ist al­var­lega í nýlegri loft­árás Ísra­els­hers. Afleiðingar þessa voru meðal annars þær að fjarlægja þurfti vinstri fót hennar fyrir ofan hné.

Hún sagði í sam­tali við Heim­ild­ina í kjölfarið að það hafi verið eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil hefur dvalið á spít­ala í Egyptalandi en bróð­ir henn­ar, sem býr á Ís­landi, hefur barist fyrir því a fá hana hing­að. Til stóð að senda Asil aftur til Gaza þegar bráðameðferð hennar yrði lokið, þar sem hún átti engan lengur að og búið var að jafna heimili hennar við jörðu.

Í viðtalinu við Heimildina sagði Asil að hún gæti ekki farið aftur til Gaza. „Ég á engan að þar. Ég er alvarlega þunglynd, ég er einmana og hrædd. Ég lifi í martröð.“

Miðflokkurinn sat hjá

Fyrirkomulag þess umsóknarferlis sem leiðir af sér að Alþingi veitir hluta umsækjenda ríkisborgararétt með ofangreindum hætti er þannig að sérstök undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem í sitja þrír þingmenn, fer yfir allar umsóknir sem berast. Birgir Þórarinsson úr Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir úr Vinstri grænum og Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingu skipuðu nefndina að þessu sinni, en Birgir stýrði starfi hennar. 

Sat hjáAllur þingflokkur Miðflokksins, sem telur tvo þingmenn, sat hjá þegar kosið var um að veita einstaklingunum 20 íslenskan ríkisborgararétt.

Alls samþykktu 50 þingmenn úr sjö mismunandi flokkum á þingi að veita einstaklingunum 20 ríkisborgararétt þegar málið var afgreitt í gær. Ellefu þingmenn voru fjarverandi og greiddu ekki atkvæði. Einu þingmennirnir sem voru viðstaddir sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þessi frétt lýsir spillingunni sem er inngróin í þjóðarsálina. Ef þú þekkir mann sem þekkir mann þá opnast allar dyr. Og ef sá maður hefur líka pólitízka innistæðu þá færðu jafnvel íslenzkan ríkisborgararétt á meðan aðrir heyra bara ..Þú ert númer 100 í röðinni...." Að því sögðu þá óska ég öllum nýju ríkisborgurunum til hamingju með þá stöðu sem ríkisborgararétturinn veitir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár