Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Landspítalinn fyrsta stofnunin til að biðja ekkju Andemariams milliliðalaust afsökunar

Eng­in önn­ur stofn­un en Land­spít­ali-há­skóla­sjúkra­hús hef­ur beð­ið ekkju And­emariam Beyene af­sök­un­ar á með­ferð­inni á eig­in­manni henn­ar í plast­barka­mál­inu. Land­spít­al­inn er líka eina stofn­un­in sem hef­ur við­ur­kennt mögu­lega skaða­bóta­skyldu í mál­inu.

Landspítalinn fyrsta stofnunin til að biðja  ekkju Andemariams milliliðalaust afsökunar
Afsökunarbeiðni og líklega skaðabætur Ekkja Andemariams Beyene, Mehrawit, hefur fengið afsökunarbeiðni persónulega frá Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala-háskólasúkrahúss. Hún og börn þeirra Andemariams munu að öllum líkindum fá skaðabætur frá íslenska ríkinu út af plastbarkamálinu þar sem eiginmaður hennar heitinn var notaður sem tilraunadýr. Mynd: Árni Torfason

Landspítalinn-háskólasjúkrahús (LSH) er fyrsta stofnunin sem tengist plastbarkamálinu svokallaða sem biður ekkju fyrsta plastbarkaþegans Andemariam Beyene afsökunar á aðkomu sinni að málinu. Þetta hefur Runólfur Pálsson, forstjóri LSH, gert í símtali og tölvupósti til ekkjunnar, Mer­hawit Barya­mika­el Tes­faslase. LSH greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að stofnunin hefði sent erindi um mögulegar skaðabætur fyrir Mehrawit og börn hennar og Andemariams til embætti ríkislögmann auk þess sem haft hafi verið samband við hana til að ræða málið við hana. 

Þrátt fyrir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi verið framkvæmd á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í samstarfi við Karolinska-háskólann þá hafa stjórnendur þessara stofnana ekki haft samband við Mehrawit til að biðja hana afsökunar eða gengist við mögulegri skaðabótaábyrgð. Landspítalinn gerir þetta því fyrstur þessara þriggja stofnana sem áttu stærstan þátt í fyrstu plastbarkaaðgerðinni. Sænsku stofnanirnar báru hins vegar miklu meiri ábyrgð en LSH. 

Macchiarini var dæmdur í fangelsi í Svíþjóð fyrir aðgerðina á Andemariam og öðrum tveimur sjúklingum fyrr á árinu. Plastbarkamálið er eitt stærsta hneyksli síðustu áratuga í læknavísindum. 

„Læknirinn sagði við hann að þetta væri öruggt og að ef þú vilt sjá börnin þína vaxa úr grasi þá áttu möguleika á því eftir þessa aðgerð annars getur þú dáið.“
Vitnisburður Mehrawit um Macchiarini

LSH viðurkenndi skaðabótaskyldu 

LSH hafði fyrr á árinu greint því í svörum við spurningum Heimildarinnar að stofnunin skildi kröfu Mehrawit um skaðabætur og sagðist harma aðkomuna að plastbarkamálinu. Með þessum svörum var Landspítalinn að gangast við skaðabótaskyldu í plastbarkamálinu hvað stofnunina varðar. 

Heimildin hafði sömuleiðis greint frá því að skaðbótakrafa væri í vinnslu hjá lögmanni Mehrawit á Íslandi, Sigurði G. Guðjónssyni: „Ég er að skoða mál hennar í ljósi þessarar niðurstöðu, hvaða stöðu hún hefur. Þetta er ekki einfalt mál.“

Í tilkynningu LSH segir um samskipti Runólfs við Mehrawit: „Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án þess að viðeigandi undirbúningsrannsóknir hafi farið fram, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“

Þrátt fyrir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi verið framkvæmd á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í samstarfi við Karolinska-háskólann þá hafa stjórnendur þessara stofnana ekki haft samband við Mehrawit til að biðja hana afsökunar eða gengist við skaðabótaskyldu. Landspítalinn gerir þetta því fyrstur þessara stofnana sem áttu stærstan þátt í fyrstu plastbarkaaðgerðinni. Sænsku stofnanirnar báru hins vegar miklu meiri ábyrgð en LSH. 

Bað Mehrawit afsökunar í síma og með tölvupósti

Samkvæmt heimildum blaðsins hringdi Runólfur í Mehrawit og ræddi við hana lengi og baðst afsökunar á þeirri læknimeðferð sem maður hennar fékk á spítalanum en hann var sendur frá LSH til Karolinska-sjúkrahússins á forsendum sem nú liggur fyrir að voru ekki réttar. Runólfur sendi einnig tölvupóst til Mehrawit með afsökunarbeiðni samkvæmt heimildum blaðsins. 

Læknir Andemariams á Íslandi, Tómas Guðbjartsson, breytti tilvísun um sjúkdómsástand hans að áeggjan ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini með þeim hætti að líta átti út fyrir að búið væri að útilokaa allar læknismeðferðir fyrir hann. Þetta var gert til aðn undirbyggja og réttlæta að hann gengist undir óprófaða og ósannreynda tilraunaaðgerð, ígræðslu á plastbarka böðuðum í stofnfrumum hjá Macchiarini. Engar vísindalegar forsendur voru fyrir þessari aðgerð og hafði tæknin ekki verið prófuð á dýrum áður en hún var reynd á Andemariam og samþykki vísindasiðanefndar í Svíþjóð skorti fyrir aðgerðinni. Mehrawit hefur greint frá því að Macchiarini hafi talað Andemariam inn á það að fara í aðgerðina: „Annars getur þú dáið,“ segir hún að Macchiarini hafi sagt við hann. 

Andemariam náði sér aldrei eftir plastbarkaaðgerðina, þurfti mikla læknisþjónustu og upplifði hægan og kvalafullan dauðdaga þar sem barkinn virkaði aldrei sem skyldi. Ári eftir aðgerðina var haldið málþing í Háskóla Íslands þar sem aðgerðinni var lýst sem kraftaverki í nútíma læknavísindum og var Andemariam þátttakandi í þinginu ásamt Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni.

Þá lá fyrir aðgerðin hafði ekki gengið sem skyldi en samt var látið líta útt fyrir að svo hefði verið og hélt Macchiarini áfram að gera sambærilegar aðgerðir á öðru fólki í öðrum löndum. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár