Næstsíðasta bókablað Heimildarinnar er komið út í heiminn, og allur heimurinn er undir. Blaðið er tileinkað fræðiritinu og forsíðuna prýðir Auður Aðalsteinsdóttir, fræðakona og umhverfishugvísindakona, sem segir í samtali við Heimildina að heimurinn standi andspænis stærstu ógn samtímans og fortíðar: Hamfarahlýnun.
Hún segir hamfarir geta bæði þjónað hlutverki spegils, tækifæri til þess að kanna mannlegt eðli og hvernig það tekst á við ógn stærri en öll orð og allar sögur, og verið möguleiki á breyttri spegilmynd, öðrum veruleika þar sem maðurinn, mannkynið, tegundin sem hefur komið heiminum á heljarþröm, hefur tækifæri til að taka sig og hugmyndina um sig úr miðjunni og gefa þannig þeim sem hann hefur sett á jaðarinn andrými og rými til að lifa og vonandi lifa af.
Þessar hugmyndir, og fleiri, koma fram í nýútgefnu fræðiriti hennar: Hamfarir …
Athugasemdir