„Í gegnum árin höfum við alltaf þurft að standa í einhverju stappi við þá. Þeir eru ekki að borga laun samkvæmt kjarasamningum eða ráðningarsamningum, þeir eru jafnvel ekki að skila gjöldum í lífeyrissjóð og til stéttarfélaga. Við erum endalaust að standa í einhverjum útreikningum fyrir starfsfólk þeirra,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um bílastæðafyrirtækið Base Parking.
Guðbjörg segir að verkalýðsfélagið sé með útistandandi mál fyrir fjóra starfsmenn Base Parking gegn fyrirtækinu um þessar mundir. „Akkúrat núna erum við að skoða mál fyrir fjóra starfsmenn fyrirtækisins. En ég tek fram að ekki allir starfsmenn fyrirtækisins eru hjá okkur. Sumir eru í Eflingu veit ég. Þegar við fengum fjórða málið inn á borð hugsaði ég: Jæja, fer þetta ekki að verða gott?“ Guðbjörg segir að bæði sé um að ræða íslenska ríkisborgara sem og erlenda.
Base Parking er fyrirtæki sem rekur þjónustu sem gengur út á …
Athugasemdir (2)