Myndir sauðfjárbónda slógu í gegn fyrir jólin

Síð­ustu 10 ár hef­ur Ragn­ar Þor­steins­son mynd­að lömb og kind­ur fyr­ir Lamba­da­ga­tal­ið. Ragn­ar nálg­ast dýr­in af virð­ingu enda seg­ir hann þau mikl­ar vits­muna­ver­ur og það er hans markmið að breiða út feg­urð og fjöl­breytni ís­lensku sauð­kind­ar­inn­ar.

Myndir sauðfjárbónda slógu í gegn fyrir jólin
Lömb Þema dagatalsins í ár eru mæður og lömb þeirra í bland við myndir af „nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi.“ Mynd: Ragnar Þorsteinsson

„Þetta eru heimsins mestu krútt,“ segir sauðfjárbóndinn Ragnar Þorsteinsson um kindurnar og lömbin sem prýða Lambadagatal ársins 2024. „Þau bræða mann svo og lífga mann upp þegar maður er orðinn dauðuppgefinn í sauðburði og þessu amstri öllu sem fylgir þeim tíma.“

Ragnar hóf útgáfu Lambadagatalsins fyrir 10 árum síðan. Meginmarkmið Ragnars með útgáfunni er að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. 

Ragnar ÞorsteinssonBýr til lambadagatöl á hverju ári og njóta þau mikilla vinsælda.

Mikil eftirspurn

„Mig langaði bæði að fá einhverja útrás fyrir ljósmyndun og listsköpun, og ekki yrði það nú verra ef það væri hægt að fá fyrir kostnaði í það eða slíkt. Þannig að ég bara stökk út í djúpu laugina eins og maður gerir stundum. Í stuttu máli sagt komst ég til lands,“ segir Ragnar en hann myndar lömbin þegar þau eru enn ómörkuð og ómerkt.

Hann tekur myndirnar sjálfur, …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár