Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Zelensky þakkar fyrir ekkert og Úkraína án frekari stuðnings Bandaríkjanna

„Stærsta jóla­gjöf­in til Pútíns,“ seg­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti. Til­raun Zelen­skys Úkraínu­for­seta til að öðl­ast stuðn­ing Re­públi­kana mistókst.

Volodymyr Zelensky Forseti Úkraínu var jákvæður eftir fund sinn með forseta og þingi Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa mætt synjun Repúblikana á frekari fjárstuðningi Bandaríkjanna.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, var bjartsýnn í tali í gær þegar hann stóð við hlið Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og þakkaði fyrir stuðning beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Veruleikinn er þó öllu dekkri, þar sem Zelensky fór bónleiður til búðar. Repúblikanar tóku í hendur Úkraínuforseta og fögnuðu honum en andstöðu þeirra varð ekki þó hnikað. Sú andstaða felldi frumvarp í síðustu viku sem átti að heimila bandarískum stjórnvöldum 110,5 milljarða bandaríkjadala í aukinn fjárstuðning til Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að andstaða Repúblikana yrði „stærsta jólagjöfin sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“. „Úkraína mun koma frá þessu stríði stolt, frjáls og vestræn, nema við snúum baki við henni,“ sagði hann. Áætlað er að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu verði uppurinn við lok þessa árs. Biden hefur tryggt 200 milljóna dala framlag sem felst fyrst og fremst í skotfærum. Í lok þessarar viku fara þingmenn í jólafrí.

Ákvörðunin kemur í lok …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Með „stærstu jólagjöfinni sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“ hafa repúblikanar Maga keypt sér áskrift að næsta Pearl Harbour, 9/11 eða einhverju sambærilegu. Í raun ætti nú að vera árið 12 EBL, (eftir bin Laden). Honum tókst það sem hann einsetti sér. Dýpka gjána milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Gleðileg jól.
    1
  • LGL
    Lars Gunnar Lundsten skrifaði
    Að mér skilst hafi Sauli Niinistö forseti setið fundinn af hálfu Finna en ekki forsætisráðherra eins og segir í greininni.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Rússar eru svosem ekkert að sigra Úkraínu en þeir virðast vera að vinna Vesturlönd. Það er alltaf verið að segja að Rússar vilji eyðileggja ,"the ruel based world order" ég held að innrásin í Úkraínu hafi orðið vegna þess að það fyrirbæri var hrunið áður, Rússar eru bara að reka síðasta naglann. En án reglu þá getur bara orðið óreiða og upplausn og ég held að það sé það ástand sem við erum að fara inn í. Svo er bara spurning hvort við eigum eftir að rata út úr því ástandi, en það er hætt við því að það eigi eftir að kosta mörg líf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu