Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, var bjartsýnn í tali í gær þegar hann stóð við hlið Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og þakkaði fyrir stuðning beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Veruleikinn er þó öllu dekkri, þar sem Zelensky fór bónleiður til búðar. Repúblikanar tóku í hendur Úkraínuforseta og fögnuðu honum en andstöðu þeirra varð ekki þó hnikað. Sú andstaða felldi frumvarp í síðustu viku sem átti að heimila bandarískum stjórnvöldum 110,5 milljarða bandaríkjadala í aukinn fjárstuðning til Úkraínu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að andstaða Repúblikana yrði „stærsta jólagjöfin sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“. „Úkraína mun koma frá þessu stríði stolt, frjáls og vestræn, nema við snúum baki við henni,“ sagði hann. Áætlað er að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu verði uppurinn við lok þessa árs. Biden hefur tryggt 200 milljóna dala framlag sem felst fyrst og fremst í skotfærum. Í lok þessarar viku fara þingmenn í jólafrí.
Ákvörðunin kemur í lok …
Athugasemdir (3)