Með skráningu Ísfélagsins á markað í Kauphöll Íslands lýkur áralöngu tímabili þar sem þetta stærsta útgerðarfélag Vestmannaeyja er í meirihlutaeigu einnar fjölskyldu sem kennd er við Guðbjörgu Matthíasdóttur. Þetta er saga sem hægt er að rekja tæp 100 ár aftur í tímann og hún er ekki á enda þó svo hún taki breytingum, því fjölskyldan er enn þá langstærsti hluthafinn.
Mat Eyjamanna sem Heimildin hefur rætt við um skráningu Ísfélagsins á markað er jákvætt af ýmsum ástæðum. „Flestir í Eyjum telja það jákvæðan hlut að Ísfélagið sé að fara á markað og að ægivald einnar fjölskyldu yfir því, og ægivald einnar fjölskyldu yfir bænum, ætti að heyra sögunni til. Þessu fylgir ákveðinn léttir því þá eru minni líkur á að félaginu verði beitt í einhverjum óeðlilegum pólitískum tilgangi,“ segir einn af viðmælendum Heimildarinnar sem búsettur er í Vestmannaeyjum. Viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni.
Hér virðist eitthvað skorta á söguþekkingu. Faðir Sigurðar, "Einar ríki" lagði grunninn.
"Einar riki" og Sigurður sonur hans mætir menn en Matthias sa við þeim a eftirminnan
legan hatt þetta ættu allir að vita,sem þekkja söguna frægu.