Hættan í Grindavík er „nokkur“ en strax norður af bæjarmörkunum telst hún vera „talsverð“, samkvæmt nýju hættukorti Veðurstofu Íslands. Enn eru taldar líkur á öðru kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss. Líklegasti uppkomustaður goss yrði í Sundhnúkagígum, nokkrum kílómetrum norðaustur af bænum.
„
Óvissa er um tímasetningar, en vissa um að áhætta er til staðar. „Ekki er hægt að fullyrða neitt um hvenær næsta kvikuhlaup verður og gæti það hafist með skömmum fyrirvara. Óvissan um tímasetningu er mjög mikil og kvikuhlaup gæti orðið á næstu dögum eða mögulega eftir marga mánuði. Skjálftavirkni hefur haldist nokkuð jöfn síðustu daga. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur síðustu 3 daga er 2,3 að stærð, en flestir skjálftanna eru í kringum 1 að stærð, alls 30 skjálftar,“ segir Veðurstofan.
Athugasemdir