Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinnslustöðin framleiðir eigið drykkjarvatn úr sjó

Vinnslu­stöð­in í Vest­manna­eyj­um hef­ur keypt þrjár vél­ar sem fram­leitt geta hreint drykkjar­vatn úr sjó. Skip fé­lags­ins missti akk­eri úti fyr­ir eyj­um og skemmdi við það neyslu­vatns­lögn sem ligg­ur til bæj­ar­ins. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að bjóða Vest­manna­eyja­bæ að kaupa eina vél­ina og Ís­fé­lag­inu aðra.

Vinnslustöðin framleiðir eigið drykkjarvatn úr sjó
Binni Sigurgeir Brynjar, eða Binni eins og hann er alltaf kallaður, tilkynnti um kaupin á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin hefur keypt þrjár vélar sem geta hreinsað sjó og umbreytt í hreint drykkjarvatn. Von er á fyrstu einingunni á milli jóla og nýárs en hinum tveimur eftir áramót. Hver vél kostar á bilinu 90 til 100 milljónir króna. Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni segir að „auðvitað liggi fyrir“ að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og að til standi að bjóða Vestmannaeyjabæ að kaupa eina vélina.

Kaupin eru viðbragð við afleiðingum þess að akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnsleiðsla til Vestmannaeyja skemmdist. Á Facebook-síðu sinni segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og hluthafi, að bjóða eigi Almannavörnum eina af vélunum þremur. Leiða má líkum að því að það sé sú vél sem fyrirtækið segist í tilkynningu að það hyggist selja Vestmannaeyjabæ.

Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar er haft eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra Vinnslustöðvarinnar, að hann hafi lengi leitað að búnaði sem þessum, eða frá því …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BB
    Baldvin Baldvinsson skrifaði
    Mér finnst að Vinnslustöðin ætti hreinlega að gefa bænum vélina.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár