Vinnslustöðin hefur keypt þrjár vélar sem geta hreinsað sjó og umbreytt í hreint drykkjarvatn. Von er á fyrstu einingunni á milli jóla og nýárs en hinum tveimur eftir áramót. Hver vél kostar á bilinu 90 til 100 milljónir króna. Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni segir að „auðvitað liggi fyrir“ að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og að til standi að bjóða Vestmannaeyjabæ að kaupa eina vélina.
Kaupin eru viðbragð við afleiðingum þess að akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnsleiðsla til Vestmannaeyja skemmdist. Á Facebook-síðu sinni segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og hluthafi, að bjóða eigi Almannavörnum eina af vélunum þremur. Leiða má líkum að því að það sé sú vél sem fyrirtækið segist í tilkynningu að það hyggist selja Vestmannaeyjabæ.
Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar er haft eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra Vinnslustöðvarinnar, að hann hafi lengi leitað að búnaði sem þessum, eða frá því …
Athugasemdir (1)