Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Skóladegi unglinga seinkað um hálftíma næsta haust

Borg­ar­ráð hef­ur sam­þykkt þriggja ára til­rauna­verk­efni sem snýst um að skóla­dag­ur ung­linga hefst í fyrsta lagi klukk­an 8.50, en þess­ir ár­gang­ar mega þó byrja dag­inn seinna ef skóla­stjórn­end­ur taka ákvörð­un þar um.

Skóladegi unglinga seinkað um hálftíma næsta haust

Skóladegi unglinga seinkar um minnst hálftíma frá og með haustinu 2024. Borgarráð hefur samþykkt þriggja ára tilraunaverkefni sem snýst um að skóladagur unglinga hefst í fyrsta lagi klukkan 8.50, en þessir árgangar mega þó byrja daginn seinna ef skólastjórnendur taka ákvörðun þar um. 

Tilkynning þess efnis var send út á foreldra í kvöld. Ástæðan sem tilgreind var að margir unglingar sofi ekki nóg og sífellt fjölgi í þeim hópi á milli ára, sem sé áhyggjuefni. „Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en ljóst er að tengsl svefns og andlegrar heilsu eru töluverð.“

Stór hópur vansvefta unglinga

Unglingar sem eru 14 til 17 ára þurfa átta til tíu tíma svefn á sólarhring, samkvæmt ráðleggingum. Hins vegar sofa 55 prósent unglinga í 10. bekk aðeins 7 tíma að nóttu, samkvæmt nýrri rannsókn. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á enn styttri svefn unglinga, eða 6,2 klukkustundir að meðaltali. 

Bent er á svefnskortur geti haft neikvæðar afleiðingar á líkamlega heilsu og andlega líðan, haft neikvæð áhrif á námsárangur og frammistöðu á hugrænum prófum. Þá eru unglingar sem sofa of lítið líklegri til að glíma við offitu, kvíða og þunglyndi, og líklegri til að sýna áhættuhegðun. 

„Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi“

Ákvörðun borgarinnar er rökstudd með greinargerð, þar sem fram kemur að unglingar séu með seinkaða dægursveiflu frá náttúrunnar hendi, því framleiðsla á svefnhormóninu melantónín byrjar seinna á kvöldin og stöðvast seinna á morgnanna hjá unglingum. Fyrir vikið seinkar svefni unglinga, þeir eiga erfiðara með að fara snemma að sofa og vakna snemma. Það sé líffræðilegt. Um leið eiga þeir erfiðara með að ná ráðlögðum viðmiðum um svefn. En það sé til mikils að vinna, því unglingar sem sofa nóg séu heilsusamlegri, hamingjusamari, standi sig betur í námi og tómstundum og eigi auðveldara með félagsleg tengsl og sýni síður áhættuhegðun. Almennt líði þeim betur. Samfélagslegur og heilsufarslegur ávinningur af seinkun á upphafi skóladags fyrir þennan hóp nemenda sé því töluverður.  

Svefninn batnaði og seinkomum fækkaði

Vísað er til erlendra rannsókna sem sýna að þar sem þetta hefur verið gert hafi mæting batnað, námsárungur líka og unglingur hafi bæði orðið orkumeiri og þeim liðið betur. Hér á landi hafa verið framkvæmdar tvær rannsóknir undir stjórn Erlu Björnsdóttur. Í fyrri rannsókninni hafi Víkurskóli seinkað upphafi skóladags unglinga um hálftíma en í Foldaskóla hafi farið fram samanburðarrannsókn. Nemendur sváfu lengur þegar skólinn hófst seinna. Í kjölfarið var önnur rannsókn sett af stað þar sem mætingu nemenda í Vogaskóla var seinkað um fjörutíu mínútur en samanburðarrannsókn fór fram í Ölduselsskóla og Laugalækjarskóla. Niðurstaðan var sú að mun færri unglingar í Vogaskóla voru vansvefta, eða 4 prósent á móti 25 prósent í hinum skólunum. Svefn þessara nemenda varð jafnari og þeir sýndu mun minni klukkuþreytu, sem felur í sér að svefninn er skertur virka daga en það er unnið upp með því að sofa mjög mikið um helgar. Um helmingur nemenda sagði svefninn betri eftir breytinguna, en enginn sagði hann verri. Seinkomum fækkaði og mæting varð betri. 

Ætlar að funda með nemendum

Til að kynna breytingarnar ætlar borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, að funda með öllum nemendum í 7. til 10. bekk grunnskóla í Reykjavík á morgun.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
6
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár