Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Upphrópanir og ásakanir hjá keppinautum Trumps

Nikki Haley er á upp­leið í könn­un­um og tal­in sú lík­leg­asta til að ógna yf­ir­burð­ar­stöðu Don­alds Trump í for­vali for­setafram­bjóð­enda Re­públi­kana­flokks­ins, en mót­herj­ar henn­ar reyndu að rífa hana nið­ur í kapp­ræð­um í gær­kvöldi.

Repúblikönum var heitt í hamsi Kappræður leystust upp í ásakanir og móðganir. Desantis og Ramaswamy veittust að Haley, sem talin er sigurstranglegust. Christie beindi spjótum sínum að Trump sem var fjarverandi.

Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins, að Donald Trump undanskildum, áttu í hatrömmum kappræðum í gærkvöldi. Mikill tími fór í móðganir og ásakanir á milli frambjóðendanna á sviðinu. Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri New Jersey-fylkis reyndi ítrekað að beina talinu að Donald Trump sem hann kallaði berum orðum „einræðisherra og eineltissegg“ og sakaði hina frambjóðendurna þrjá um heigulskap sem þyrðu ekki að móðga „Voldemort, Hann-sem-má-ekki-nefna“ og vísaði þar í Trump.

Frambjóðandinn sem mælist líklegastur til að ná öðru sæti í forvalinu er Nikki Haley, áður ríkisstjóri Norður Karólínu-fylkis og sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Hún sætti hvað mestri gagnrýni frá andstæðingum sínum, athafnamannsins Vivek Ramaswamy og Ron Desantis, ríkisstjóra Flórída-fylkis.

Ramaswamy sagði þann eina sem væri „fasískari en Biden-stjórnin núna [væri] Nikki Haley“. Hann fullyrti að hún væri strengjabrúða hergagnaframleiðenda og „kona sem muni senda börnin ykkar til að deyja svo hún geti keypt sér stærra hús“. Ramaswamy hélt svo uppi skilti sem á stóð: „Nikki = Spillt“.

Ron Desantis sakaði Haley um að vera vanhæfa til forsetaembættisins þar sem hún „getur ekki staðið gegn misnotkun barna“ og vísaði þar í andstöðu Haley við frumvarpi sem banna átti læknismeðferðir trans-barna. Haley þverneitaði þó þeirri meintu andstöðu sinni.

Christie tók upp hanskann fyrir Haley, sagði hana „greinda og farsæla konu“ og átaldi Ramaswamy og Desantis fyrir móðganir þeirra í hennar garð. Christie og Haley hafa verið tiltölulega samstíga, en Christie langtum veikari fyrir í skoðanakönnunum og því möguleiki á því að hann segi sig bráðlega úr kapphlaupinu. Fylgi hans gæti því farið yfir á Haley og mögulega er hann að búa í haginn fyrir varaforsetatilnefningu sína eða annað embætti í stjórn Haley, með vörn sinni í gærkvöldi. 

Haley sjálf svaraði litlu af ásökunum og móðgunum hinna, en færði frekar rök fyrir eigin hæfni til forsetaembættisins. Hún ásakaði Demókrata um óreiðu og stefnuleysi í innan- og utanríkismálum, en sagði jafnframt að þau gætu ekki „sigrað óreiðu Demókrata með óreiðu Repúblikana,“ Donald Trump væri sú óreiða. Hennar nálgun væri allt önnur: „Ekkert drama. Enginn hefnd. Ekkert væl.“

Staða skoðanakannana sýnir afgerandi styrk og stuðning um 60% Repúblikana við Trump. Desantis er enn í öðru sæti með um 12% að meðaltali en hefur verið á stöðugri og skarpri niðurleið. Haley er í þriðja sæti með rúm 10% og hefur tvöfaldað fylgi sitt frá því í september síðastliðnum. Ramaswamy or Christie reka lestina með rúm 5% og tæp 3%.

Fyrstu forkosningarnar munu eiga sér stað 15. janúar í Iowa-fylki og niðurstöður þeirra munu líklega hafa mikið um það að segja hverjir frambjóðendanna hyggjast halda áfram framboði sínu. Þangað til eru átökin þeirra á milli líkleg til einskis annars en að styrkja stöðu Trumps, sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Heimildina nýverið, en hún telur forsetann fyrrverandi græða mikið á því að svo margir keppist um tilnefninguna. „Hann þarf ekkert að vera með meirihlutastuðning í flokknum.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
6
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu