Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Upphrópanir og ásakanir hjá keppinautum Trumps

Nikki Haley er á upp­leið í könn­un­um og tal­in sú lík­leg­asta til að ógna yf­ir­burð­ar­stöðu Don­alds Trump í for­vali for­setafram­bjóð­enda Re­públi­kana­flokks­ins, en mót­herj­ar henn­ar reyndu að rífa hana nið­ur í kapp­ræð­um í gær­kvöldi.

Repúblikönum var heitt í hamsi Kappræður leystust upp í ásakanir og móðganir. Desantis og Ramaswamy veittust að Haley, sem talin er sigurstranglegust. Christie beindi spjótum sínum að Trump sem var fjarverandi.

Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins, að Donald Trump undanskildum, áttu í hatrömmum kappræðum í gærkvöldi. Mikill tími fór í móðganir og ásakanir á milli frambjóðendanna á sviðinu. Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri New Jersey-fylkis reyndi ítrekað að beina talinu að Donald Trump sem hann kallaði berum orðum „einræðisherra og eineltissegg“ og sakaði hina frambjóðendurna þrjá um heigulskap sem þyrðu ekki að móðga „Voldemort, Hann-sem-má-ekki-nefna“ og vísaði þar í Trump.

Frambjóðandinn sem mælist líklegastur til að ná öðru sæti í forvalinu er Nikki Haley, áður ríkisstjóri Norður Karólínu-fylkis og sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Hún sætti hvað mestri gagnrýni frá andstæðingum sínum, athafnamannsins Vivek Ramaswamy og Ron Desantis, ríkisstjóra Flórída-fylkis.

Ramaswamy sagði þann eina sem væri „fasískari en Biden-stjórnin núna [væri] Nikki Haley“. Hann fullyrti að hún væri strengjabrúða hergagnaframleiðenda og „kona sem muni senda börnin ykkar til að deyja svo hún geti keypt sér stærra hús“. Ramaswamy hélt svo uppi skilti sem á stóð: „Nikki = Spillt“.

Ron Desantis sakaði Haley um að vera vanhæfa til forsetaembættisins þar sem hún „getur ekki staðið gegn misnotkun barna“ og vísaði þar í andstöðu Haley við frumvarpi sem banna átti læknismeðferðir trans-barna. Haley þverneitaði þó þeirri meintu andstöðu sinni.

Christie tók upp hanskann fyrir Haley, sagði hana „greinda og farsæla konu“ og átaldi Ramaswamy og Desantis fyrir móðganir þeirra í hennar garð. Christie og Haley hafa verið tiltölulega samstíga, en Christie langtum veikari fyrir í skoðanakönnunum og því möguleiki á því að hann segi sig bráðlega úr kapphlaupinu. Fylgi hans gæti því farið yfir á Haley og mögulega er hann að búa í haginn fyrir varaforsetatilnefningu sína eða annað embætti í stjórn Haley, með vörn sinni í gærkvöldi. 

Haley sjálf svaraði litlu af ásökunum og móðgunum hinna, en færði frekar rök fyrir eigin hæfni til forsetaembættisins. Hún ásakaði Demókrata um óreiðu og stefnuleysi í innan- og utanríkismálum, en sagði jafnframt að þau gætu ekki „sigrað óreiðu Demókrata með óreiðu Repúblikana,“ Donald Trump væri sú óreiða. Hennar nálgun væri allt önnur: „Ekkert drama. Enginn hefnd. Ekkert væl.“

Staða skoðanakannana sýnir afgerandi styrk og stuðning um 60% Repúblikana við Trump. Desantis er enn í öðru sæti með um 12% að meðaltali en hefur verið á stöðugri og skarpri niðurleið. Haley er í þriðja sæti með rúm 10% og hefur tvöfaldað fylgi sitt frá því í september síðastliðnum. Ramaswamy or Christie reka lestina með rúm 5% og tæp 3%.

Fyrstu forkosningarnar munu eiga sér stað 15. janúar í Iowa-fylki og niðurstöður þeirra munu líklega hafa mikið um það að segja hverjir frambjóðendanna hyggjast halda áfram framboði sínu. Þangað til eru átökin þeirra á milli líkleg til einskis annars en að styrkja stöðu Trumps, sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Heimildina nýverið, en hún telur forsetann fyrrverandi græða mikið á því að svo margir keppist um tilnefninguna. „Hann þarf ekkert að vera með meirihlutastuðning í flokknum.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár