Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Upphrópanir og ásakanir hjá keppinautum Trumps

Nikki Haley er á upp­leið í könn­un­um og tal­in sú lík­leg­asta til að ógna yf­ir­burð­ar­stöðu Don­alds Trump í for­vali for­setafram­bjóð­enda Re­públi­kana­flokks­ins, en mót­herj­ar henn­ar reyndu að rífa hana nið­ur í kapp­ræð­um í gær­kvöldi.

Repúblikönum var heitt í hamsi Kappræður leystust upp í ásakanir og móðganir. Desantis og Ramaswamy veittust að Haley, sem talin er sigurstranglegust. Christie beindi spjótum sínum að Trump sem var fjarverandi.

Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins, að Donald Trump undanskildum, áttu í hatrömmum kappræðum í gærkvöldi. Mikill tími fór í móðganir og ásakanir á milli frambjóðendanna á sviðinu. Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri New Jersey-fylkis reyndi ítrekað að beina talinu að Donald Trump sem hann kallaði berum orðum „einræðisherra og eineltissegg“ og sakaði hina frambjóðendurna þrjá um heigulskap sem þyrðu ekki að móðga „Voldemort, Hann-sem-má-ekki-nefna“ og vísaði þar í Trump.

Frambjóðandinn sem mælist líklegastur til að ná öðru sæti í forvalinu er Nikki Haley, áður ríkisstjóri Norður Karólínu-fylkis og sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Hún sætti hvað mestri gagnrýni frá andstæðingum sínum, athafnamannsins Vivek Ramaswamy og Ron Desantis, ríkisstjóra Flórída-fylkis.

Ramaswamy sagði þann eina sem væri „fasískari en Biden-stjórnin núna [væri] Nikki Haley“. Hann fullyrti að hún væri strengjabrúða hergagnaframleiðenda og „kona sem muni senda börnin ykkar til að deyja svo hún geti keypt sér stærra hús“. Ramaswamy hélt svo uppi skilti sem á stóð: „Nikki = Spillt“.

Ron Desantis sakaði Haley um að vera vanhæfa til forsetaembættisins þar sem hún „getur ekki staðið gegn misnotkun barna“ og vísaði þar í andstöðu Haley við frumvarpi sem banna átti læknismeðferðir trans-barna. Haley þverneitaði þó þeirri meintu andstöðu sinni.

Christie tók upp hanskann fyrir Haley, sagði hana „greinda og farsæla konu“ og átaldi Ramaswamy og Desantis fyrir móðganir þeirra í hennar garð. Christie og Haley hafa verið tiltölulega samstíga, en Christie langtum veikari fyrir í skoðanakönnunum og því möguleiki á því að hann segi sig bráðlega úr kapphlaupinu. Fylgi hans gæti því farið yfir á Haley og mögulega er hann að búa í haginn fyrir varaforsetatilnefningu sína eða annað embætti í stjórn Haley, með vörn sinni í gærkvöldi. 

Haley sjálf svaraði litlu af ásökunum og móðgunum hinna, en færði frekar rök fyrir eigin hæfni til forsetaembættisins. Hún ásakaði Demókrata um óreiðu og stefnuleysi í innan- og utanríkismálum, en sagði jafnframt að þau gætu ekki „sigrað óreiðu Demókrata með óreiðu Repúblikana,“ Donald Trump væri sú óreiða. Hennar nálgun væri allt önnur: „Ekkert drama. Enginn hefnd. Ekkert væl.“

Staða skoðanakannana sýnir afgerandi styrk og stuðning um 60% Repúblikana við Trump. Desantis er enn í öðru sæti með um 12% að meðaltali en hefur verið á stöðugri og skarpri niðurleið. Haley er í þriðja sæti með rúm 10% og hefur tvöfaldað fylgi sitt frá því í september síðastliðnum. Ramaswamy or Christie reka lestina með rúm 5% og tæp 3%.

Fyrstu forkosningarnar munu eiga sér stað 15. janúar í Iowa-fylki og niðurstöður þeirra munu líklega hafa mikið um það að segja hverjir frambjóðendanna hyggjast halda áfram framboði sínu. Þangað til eru átökin þeirra á milli líkleg til einskis annars en að styrkja stöðu Trumps, sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Heimildina nýverið, en hún telur forsetann fyrrverandi græða mikið á því að svo margir keppist um tilnefninguna. „Hann þarf ekkert að vera með meirihlutastuðning í flokknum.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár