Talsmaður Gildis lífeyrissjóðs segir sögusagnir um starfsloksamning Árna Guðmundssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra, vera alrangar. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar, segir Aðalbjörn Sigurðsson, forstöðumaður samskipta og upplýsingafulltrúi Gildis, að samið hafi verið við um að Árni Guðmundsson verði sjóðnum ráðgjafar og aðstoðar í níu mánuði þegar hann lætur formlega af störfum. „Á þeim tíma heldur hann óbreyttum launum. Í því sambandi má benda á að Árni hefur starfað hjá Gildi og fyrirrennurum hans í yfir 40 ár og hefur því yfirburðaþekkingu á rekstri sjóðsins og málefnum lífeyrissjóða,“ segir Aðalbjörn.
Árni Guðmundsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Gildis í lok þessa árs eftir 41 árs starf. Við starfinu tekur Davíð Rúdólfsson, sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns eignastýringar Gildis og hefur starfað hjá sjóðnum síðan árið 2008. Heildarlaun Árna árið 2022 voru rúmar 31,3 milljónir króna, eða um 2,6 milljónir króna á mánuði.
Árni rataði fyrir skömmu í fréttir vegna mótmæla sem haldin voru …
Athugasemdir (1)