Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“

Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra harð­lega á þing­fundi í dag. Sagði hann það hneyksli að ráð­herra kall­aði um­fjöll­un fjöl­miðla áróð­ur.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“
Gagnrýni „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. Mynd: Bára Huld Beck

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á þingfundi í dag. Vísaði hann í viðbrögð Bjarna við umfjöllun Kveiks um íslensku krónuna sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi. 

Í þættinum var fjallað um að sum fyrirtæki fái að losna undan kostnaðarsömum sveiflum á krónunni en heimilin súpi ítrekað seyðið af óstöðugleika hennar. Þar kom einnig fram að beinn kostnaður við krónuna væri um 300 milljarðar á ári. 

Bjarni gagnrýndi þáttinn harðlega

Bjarni tjáði sig um þáttinn í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar sagði hann þáttinn vera samfelldan áróður gegn íslensku krónunni. En krónuna segir hann vera einn grunninn að miklum hagvexti undanfarinn áratug. Sagði hann þáttinn hneyksli sem sliti margt úr eðlilegu samhengi og varpaði röngu ljósi á heildarmyndina. 

„Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu,“ sagði fyrrverandi fjármálaráðherrann á Facebook.

Hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður

Á þingfundi sagði Sigmar það vera hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður fyrir að vinna vinnuna sína. Sagði hann Bjarna ekki hafa bent á staðreyndarvillur í umfjöllun Kveiks og Bjarna bera mikla ábyrgð á „vaxtarbrjálæðinu sem núna er allt að drepa.“

Vísaði Sigmar til þess að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefði Bjarni sjálfur haldið því fram að krónan hefði þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi. Það gæti, að sögn Bjarna, ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu sem drægi úr trausti á því.

„Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður,“ sagði Sigmar.

Hann sagði Bjarna enn fremur viljandi gleyma að minnast á okurvexti og verðbólgu sem „alltaf er miklu hærri á Íslandi en annars staðar.“ Enn fremur gleymi Bjarni að nefna hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felist í útgjaldaaukningunni. 

„Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. 

Kjósa
84
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben fékk SMS/símtal eftir grein flokksfélaganna (Illuga og Bjarni) frá þáverandi framkvæmdastjóra SFS-samtakanna um að þeir skyldu haga sér í ummælum um ARÐRÁNS-krónuna. Bjarni Ben hefur staðið sig með miklum sóma og samviskusemi allar götur síðan að verja útflutnings-atvinnugreinarnar á kostnað almannahagsmuna = arður sjávarútvegsinns er greiddur út úr fyrirtækjum einokunar-útgerðanna á erlendri grund, óslitna virðiskeðjan í sjávarútvegi tryggir það. Arður álfyrirtækjanna er fluttur út í formi vaxtagreiðslna til móðurfélaganna. Ferðaþjónustan borgar 11% virðisaukaskatt þegar önnur fyrirtæki í ARÐRÁNS-krónu-hagkerfinu borga 24.5% virðisaukaskatt. Afleiðingin er HRUN-gengi á krónunni (153 á móti 1-evru) þrátt fyrir jákvæðan viðskiptajöfnuð (60-milljarða) þar sem almenningur fær enga hlutdeild til að mæta 11-12% vaxtaokri og 8% verðbólgu, það eru verk nýja Bjarna Ben sem er strengjabrúða sérhagsmuna ofantaldra atvinnugreina.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár