Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“

Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra harð­lega á þing­fundi í dag. Sagði hann það hneyksli að ráð­herra kall­aði um­fjöll­un fjöl­miðla áróð­ur.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“
Gagnrýni „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. Mynd: Bára Huld Beck

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á þingfundi í dag. Vísaði hann í viðbrögð Bjarna við umfjöllun Kveiks um íslensku krónuna sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi. 

Í þættinum var fjallað um að sum fyrirtæki fái að losna undan kostnaðarsömum sveiflum á krónunni en heimilin súpi ítrekað seyðið af óstöðugleika hennar. Þar kom einnig fram að beinn kostnaður við krónuna væri um 300 milljarðar á ári. 

Bjarni gagnrýndi þáttinn harðlega

Bjarni tjáði sig um þáttinn í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar sagði hann þáttinn vera samfelldan áróður gegn íslensku krónunni. En krónuna segir hann vera einn grunninn að miklum hagvexti undanfarinn áratug. Sagði hann þáttinn hneyksli sem sliti margt úr eðlilegu samhengi og varpaði röngu ljósi á heildarmyndina. 

„Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu,“ sagði fyrrverandi fjármálaráðherrann á Facebook.

Hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður

Á þingfundi sagði Sigmar það vera hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður fyrir að vinna vinnuna sína. Sagði hann Bjarna ekki hafa bent á staðreyndarvillur í umfjöllun Kveiks og Bjarna bera mikla ábyrgð á „vaxtarbrjálæðinu sem núna er allt að drepa.“

Vísaði Sigmar til þess að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefði Bjarni sjálfur haldið því fram að krónan hefði þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi. Það gæti, að sögn Bjarna, ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu sem drægi úr trausti á því.

„Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður,“ sagði Sigmar.

Hann sagði Bjarna enn fremur viljandi gleyma að minnast á okurvexti og verðbólgu sem „alltaf er miklu hærri á Íslandi en annars staðar.“ Enn fremur gleymi Bjarni að nefna hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felist í útgjaldaaukningunni. 

„Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. 

Kjósa
84
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben fékk SMS/símtal eftir grein flokksfélaganna (Illuga og Bjarni) frá þáverandi framkvæmdastjóra SFS-samtakanna um að þeir skyldu haga sér í ummælum um ARÐRÁNS-krónuna. Bjarni Ben hefur staðið sig með miklum sóma og samviskusemi allar götur síðan að verja útflutnings-atvinnugreinarnar á kostnað almannahagsmuna = arður sjávarútvegsinns er greiddur út úr fyrirtækjum einokunar-útgerðanna á erlendri grund, óslitna virðiskeðjan í sjávarútvegi tryggir það. Arður álfyrirtækjanna er fluttur út í formi vaxtagreiðslna til móðurfélaganna. Ferðaþjónustan borgar 11% virðisaukaskatt þegar önnur fyrirtæki í ARÐRÁNS-krónu-hagkerfinu borga 24.5% virðisaukaskatt. Afleiðingin er HRUN-gengi á krónunni (153 á móti 1-evru) þrátt fyrir jákvæðan viðskiptajöfnuð (60-milljarða) þar sem almenningur fær enga hlutdeild til að mæta 11-12% vaxtaokri og 8% verðbólgu, það eru verk nýja Bjarna Ben sem er strengjabrúða sérhagsmuna ofantaldra atvinnugreina.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár