Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Bjarni segir umfjöllun Kveiks vera „áróður gegn íslensku krónunni“

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að sér finn­ist frétta­skýr­inga­þátt­ur RÚV um gjald­mið­il þjóð­ar­inn­ar, sem sýnd­ur var í gær, vera hneyksli. Þátt­in hafi skort allt jafn­vægi, alla fag­mennsku og yf­ir­veg­un. „Það er hálf sorg­legt að boð­ið sé upp á svona efni á Rík­is­út­varp­inu.“

Bjarni segir umfjöllun Kveiks vera „áróður gegn íslensku krónunni“
Ósáttur Bjarni Benediktsson, sem hafði prókúru fyrir ríkissjóð Íslands í meira og minna áratug, er verulega ósáttur með umfjöllun RÚV um gjaldmiðlamál þjóðarinnar. Mynd: Golli

Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyklsi, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina.“

Svona hefst færsla sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á Facebook seint í gærkvöldi. Bjarni var fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug þar til að hann sagði af sér í byrjun október eftir að umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki gætt að hæfi sínu þegar hann tók ákvörðun um að selja hlut í ríkisbanka til félags föðurs síns. Bjarni er í dag utanríkisráðherra.

Í umræddum Kveiks-þætti var fjallað um óstöðugleika íslensku krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum, þá staðreynd að alls 248 íslensk félög hafi fengið heimild frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt og hvernig þau vaxtakjör sem bjóðast í krónuhagkerfinu séu mun verri en þau sem bjóðast fyrirtækjum sem geta tekið lán í erlendum bönkum. Auk þess losna umrædd félög við alla gengisáhættu gagnvart þeirri mynt sem þau gera upp í, 93 prósent þeirra gera upp í evru eða Bandaríkjadal.

Heimildin greindi frá því í október að flest þeirra félaga sem geri upp í annarri mynt en íslensku krónunni, alls 68 talsins, séu eignarhaldsfélög. Þá eru 39 eru annaðhvort í útgerð, frystingu, söltun eða annarri vinnslu á fiski, umboðssölu á fiski og öðrum fiskafurðum eða fiskeldi og 13 félaganna í hugbúnaðargerð samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands.

„Eins og korktappi í sjónum“

Í umfjöllun Kveiks var rætt við ýmsa hagfræðinga um stöðu krónunnar, þar á meðal Katrínu Ólafsdóttur, doktor í hagfræði og dósent við viðskiptadeild HR. Hún sagði í þættinum að fyrirtækin sem geti gert upp í öðrum gjaldmiðlum, og fjármagnað sig í þeim, búi „ekki alveg í sama veruleika og íslensku heimilin. Þau geta tekið lán í erlendri mynt. Þau búa við gjaldmiðil sem er miklu stöðugri en íslenska krónan“. Katrín hefði stundum sagt að krónan væri „svona eins og korktappi í sjónum. Svo eru aðrir gjaldmiðlar eins og flugmóðurskip“ þar sem sveiflur á erlendum gjaldmiðlum séu miklu minni en á krónunni. 

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í sama þætti að félögin sem geri upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni séu „að flýja í skjól frá þessum sveiflum sem íslenska krónan augljóslega hefur verið valdandi á undanförnum árum og áratugum.“

Ástæða umfjöllunarinnar var sú staða sem sé uppi í krónuhagkerfinu þar sem stýrivextir eru nú 9,25 prósent en verðbólga samt sem áður enn átta prósent. Í samanburðarríkjum eru vextirnir mun lægri og verðbólgan líka. Fyrir vikið sitja íslensk heimili og fyrirtæki, sem geri upp í krónu, uppi með hærra verðlag og stóraukin vaxtakostnað.

Vaxtakostnaður heimila jókst um 22,5 milljarða 

Í nýjustu tölum Hagstofu Íslands um tekjuskiptingauppgjör heimilisgeirans kom fram að á fyrri hluta yfirstandandi árs hafi heimili landsins greitt um 58,8 milljarða króna í vaxtagjöld.

Á sama tímabili í fyrra greiddu þau 36,3 milljarða króna. Þar skeikar 22,5 milljörðum króna sem heimili landsins hafa þurft að reiða fram í vexti af lánum sem þau hafa tekið sem þau þurftu ekki að greiða á fyrri hluta árs í fyrra. 

Þar kom líka fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 5,2 prósent á öðrum ársfjórðungi ársins 2023, þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi hækkað umtalsvert. Það þýðir að hann hefur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samkvæmt endurskoðum tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn hefur ekki lækkað svona mikið innan ársfjórðungs síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.

Segir þáttinn hafa skort jafnvægi og fagmennsku

Bjarni sagði í færslu sinni um Kveiksþáttinn að látið hafi verið að því liggja að það séu einhverskonar  forréttindi þeirra sem hafi meginþorra veltu sinnar í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. „Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“

Hann hrósaði Jóni Daníelssyni, prófessor í fjármálum við London School of Economics, fyrir sitt innlegg í þættinum og segir hann hafa gert vel í að útskýra fyrir þáttargerðarmanni að þetta væri alls ekki óeðlilegt. Bjarna hafi þó þótt innskotin einkennilega klippt til eins og til að gera lítið með þau sjónarmið. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“

Að mati formanns Sjálfstæðisflokksins hefði þáttinn skort „allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu“.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem Bjarni hefur leitt frá árinu 2009, er á móti því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er grundvallar munur á þeim sem náðu sér í sjóði og gátu haft áhrif á krónu ræfilinn í krafti auðs og hinna sem þurftu að snýkja lán hjá okurstofnunum sem sumir eru svo kurteisir að kalla banka. Mammon sér um sína.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben er partur af auðvaldinu og þeirra sérhagsmunum, þess vegna er Bjarni Ben marklaus með sínar yfirlýsingar, það sem vantar í þennan þátt eru skýringar um hvernig SÍ-bankinn hefur náð upp 1000-milljarða gjaldeyrisforða, eftir að Davíð Oddsson afhenti Kaupþings-banka restina af gjaldeyrisforðanum (84-milljarða) 2008 og þar með HRUNDI gengi krónunnar með skelfilegum afleiðingum fyrir heimili landsmanna, sem voru borin út á götu (15.000 heimili) og við erum ennþá með HRUN-gengi 153 á móti 1-evru, vegna inngripa SÍ-stjóranns, samt roðnar Bjarni Ben ekki þegar hann fullyrðir að almenningur hafi feikna kaupmátt, þrátt fyrir að skuldarar borgi 11-17% vexti og almenningur búi við 8% verðbólgu. 2013 byrjaði þáverandi SÍ-stjóri að kaupa upp gjaldeyri, sem eru ekkert annað stórkostleg inngrip í fljótandi gengisskráningu krónunnar, 2019 var gengi krónu 122 núna árið 2023 með jákvæðan viðskiptajöfnuð uppá 60-milljarða, samt er gengi krónu 153 á móti 1-evru, vonandi tekur Kveikur þennan þátt gengisskráningu krónunnar fyrir í næsta þætti.
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Fróðlegt væri að Bjarni legði fram gögn þeirri fullyrðingu til sönnunar, að íslenska krónan hefði ,,.. verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi." Sem sagt, með öðrum gjaldmiðli, væntanlega þá evru eða bandaríkjadal, hefði okkur farnast verr.
    11
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta var einmitt mjög góður þáttur. Staðreyndir dregnar fram og rætt við fagfólk um þeirra álit. Þátturinn hafði heimilin í landinu sem miðpunkt og það er svo frábært. Bjarni Ben áttar sig aldrei á að það er almenningur sem er kjarninn í þjóðinni ekki sérhagsmunaöflin sem stýra alltaf ferð hér á landi.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu