Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Innhverfur leiðangur

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á Að­ventu, byggt á hinni frægu sögu Gunn­ars Gunn­ars­son­ar – sem Rauði sóf­inn set­ur upp í sam­starfi við Borg­ar­leik­hús­ið.

Innhverfur leiðangur
Friðgeir Einarsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Sveitarómantík er þjóðarsport, segir leikhúsgagnrýnandi.
Leikhús

Að­venta

Niðurstaða:

Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson

Leikgerð: Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Rauði sófinn í samvinnu við Borgarleikhúsið

Leikstjóri: Egill Ingibergsson

Leikarar: Friðgeir Einarsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Leikmynd og teikningar: Þórarinn Blöndal, Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Búningar og leikgervi: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Tæknimaður og lýsing: Magnús Thorlacius

Tónlist og hljóðmynd: Sigurður Halldórsson

Kór: Kvennakórinn Katla

Niðurstaða: Forvitnileg tilraun sem fellur um sjálfa sig.

Gefðu umsögn

„Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Það getur gerst á margan máta. Benedikt hafði sinn hátt á því sem öðru.“

Maður, sauður og hundur halda upp á öræfi. Þrenningin er hversdagsleg frekar en heilög þó fyrir þeim liggi göfugt verkefni, að finna eftirlegukindur og bjarga frá köldum dauðdaga. Vinnumaðurinn Benedikt, forystusauðurinn Eitill og fjárhundurinn Leó eru íslenskum bókaunnendum þekktir, nánast eins og fjölskylduvinir í sumum tilvikum, enda er Aðventa Gunnars Gunnarssonar fyrir löngu orðin klassík. Áhorfendur í Borgarleikhúsinu fá nú tækifæri til að slást í för með þrenningunni í þessari tuttugustu og sjöundu aðventuferð Benedikts.

Sveitarómantík er þjóðarsport

Sveitarómantík er þjóðarsport og nóg er af henni í Aðventu: pauf í stórbrotinni náttúru, hin íslenska nægjusemi, góðlátlegt grín, rólyndi, dugnaður, kaffidrykkja og hangikjet. En Aðventa er annað og miklu meira en einfaldur sveitarómans. Þetta er saga um tilvist mannsins í alheiminum, tengslin við almættið, eilífu baráttuna við náttúruna, leitina að tilgangi lífsins. Lestur Róberts Arnfinnssonar á bókinni vekur tilfinningastorm enda kjamsar hann á textanum og flytur af mikilli innlifun.

Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir ráðast svo sannarlega ekki á fjallgarðinn þar sem hann er lægstur í tilraun sinni að setja Aðventu á svið. Þeirra lausn er að strípa textann niður í einstaka setningar og endurspegla söguna með öðrum aðferðum. Þar spila tónlist, söngur og þögn stór hlutverk ásamt nútímatækni og teikningum. Þannig reyna þau, Egill er einnig skrifaður fyrir leikstjórninni og leikmyndinni sem Móeiður kemur líka að, að fanga átök sögunnar og innra líf Benedikts. Vandamálið er að þegar orðin eru fjarlægð stendur fábrotin framvindan ein eftir. Þá ríður á að ýta undir dramatíkina með öllum mögulegum ráðum. Hvernig er annars hægt að sviðsetja slíkar náttúrulýsingar?:

„Birtunóran, sem mjallarþyrlarnir mólu á milli sín fölnaði æ meir, mólst í myrkur með daufa tunglsglætu einhverstaðar að baki, mjallar myrkur, rjúkandi rofalausa aldimmu. Hamförunum linnti ekki, gnýr og stunur sem væru jötnar að fangbröðum glumdu við: barátta ósýnilegra reginafla, endalaus og af öllum áttum – æðisgengin, öskrandi fimbulnótt.“

Vantar alla dramatík

Því miður tekst tilraunin ekki. Í staðinn fyrir drífandi og dramatíska frásögn staðnar hún og frýs stundum alveg, í hana vantar alla innri dramatík sem skrifast aðallega á leikstjórann. Sýningin er lengi í gang og spilað djarft með því að leyfa þögninni að vera ríkjandi, nánast eins og persóna í verkinu. Friðgeir Einarsson leikur Benedikt, ríflega fimmtuga vinnumanninn sem er „biðvanur“, „tötramaður af líkama og sál“, „gamall, lúinn og bráðónýtur“ að eigin sögn. Búinn vistum og rekublaði heldur hann af stað í sitt árlega ferðalag, stundum gangandi og á skíðum þegar snjór leyfir, í leit að eftirlegukindum og innri friði. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir bregður sér í allra kvikinda líki, þar á meðal í ham Eitils og Leós. Bæði gera þau vel, þá sérstaklega þegar þau skapa lítið augnablik milli Sigríðar og Benedikts en einnig hvernig þau koma djúpu sambandi hunds og manns til skila.

Naumhyggjan er allsráðandi og að engu óðslega farið. Leikmyndin saman stendur af tveimur tjöldum, blár bakgrunnur sem notaður er til að varpa Friðgeiri upp á hvíta tjaldið fyrir miðju leiksviðsins. Þar spretta fram svarthvítar hreyfimyndir sem staðsetja áhorfandann í sögunni. Fallegar eru teikningarnar og víddir stundum listilega vel leystar, en á öðrum stundum fletja þær út fannfergið. Aðra leikmuni er meira og minna að finna í bakpoka Benedikts. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir leysir búningana vel, fyrir utan mosagrænu úlpuna sem er of nútímaleg fyrir þetta þjóðlega umhverfi.

Öll leitum við að innri kyrrð

Sterk og afgerandi hljóðmynd hefði lyft Aðventu upp á hærra plan, búið til dramatík og kynt undir innri átökum sögunnar. En líkt og með annað í sýningunni verður hún fljótlega fyrirsjáanleg. Sigurður Halldórsson semur tónlistina og skapar hljóðheim sýningarinnar, en kvennakórinn Katla tekur einnig þátt. Eintóna hljóðmyndin varð öllu betri þegar kórinn bættist við en nær aldrei að skapa þann ofsa sem umvefur Benedikt og berst innra með honum.

Öll erum við að leita að eins konar innri kyrrð og friði í þessari endalausu leit að tilgangi lífsins. Einfalt húsaskjól getur verið „hallarígildi“ ef hugarfarið er rétt. Smæð okkar í alheiminum getur verið styrkleiki frekar en áhyggjuefni. Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson minnir okkur á allt þetta og meira. Leikgerð Rauða sófans endurspeglar því miður ekki þennan kjarna sögunnar þótt sýningin hafi fundið innri kraft eftir hlé. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu