Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir umfjöllun Kveiks vera „áróður gegn íslensku krónunni“

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að sér finn­ist frétta­skýr­inga­þátt­ur RÚV um gjald­mið­il þjóð­ar­inn­ar, sem sýnd­ur var í gær, vera hneyksli. Þátt­in hafi skort allt jafn­vægi, alla fag­mennsku og yf­ir­veg­un. „Það er hálf sorg­legt að boð­ið sé upp á svona efni á Rík­is­út­varp­inu.“

Bjarni segir umfjöllun Kveiks vera „áróður gegn íslensku krónunni“
Ósáttur Bjarni Benediktsson, sem hafði prókúru fyrir ríkissjóð Íslands í meira og minna áratug, er verulega ósáttur með umfjöllun RÚV um gjaldmiðlamál þjóðarinnar. Mynd: Golli

Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyklsi, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina.“

Svona hefst færsla sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á Facebook seint í gærkvöldi. Bjarni var fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug þar til að hann sagði af sér í byrjun október eftir að umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki gætt að hæfi sínu þegar hann tók ákvörðun um að selja hlut í ríkisbanka til félags föðurs síns. Bjarni er í dag utanríkisráðherra.

Í umræddum Kveiks-þætti var fjallað um óstöðugleika íslensku krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum, þá staðreynd að alls 248 íslensk félög hafi fengið heimild frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt og hvernig þau vaxtakjör sem bjóðast í krónuhagkerfinu séu mun verri en þau sem bjóðast fyrirtækjum sem geta tekið lán í erlendum bönkum. Auk þess losna umrædd félög við alla gengisáhættu gagnvart þeirri mynt sem þau gera upp í, 93 prósent þeirra gera upp í evru eða Bandaríkjadal.

Heimildin greindi frá því í október að flest þeirra félaga sem geri upp í annarri mynt en íslensku krónunni, alls 68 talsins, séu eignarhaldsfélög. Þá eru 39 eru annaðhvort í útgerð, frystingu, söltun eða annarri vinnslu á fiski, umboðssölu á fiski og öðrum fiskafurðum eða fiskeldi og 13 félaganna í hugbúnaðargerð samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands.

„Eins og korktappi í sjónum“

Í umfjöllun Kveiks var rætt við ýmsa hagfræðinga um stöðu krónunnar, þar á meðal Katrínu Ólafsdóttur, doktor í hagfræði og dósent við viðskiptadeild HR. Hún sagði í þættinum að fyrirtækin sem geti gert upp í öðrum gjaldmiðlum, og fjármagnað sig í þeim, búi „ekki alveg í sama veruleika og íslensku heimilin. Þau geta tekið lán í erlendri mynt. Þau búa við gjaldmiðil sem er miklu stöðugri en íslenska krónan“. Katrín hefði stundum sagt að krónan væri „svona eins og korktappi í sjónum. Svo eru aðrir gjaldmiðlar eins og flugmóðurskip“ þar sem sveiflur á erlendum gjaldmiðlum séu miklu minni en á krónunni. 

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í sama þætti að félögin sem geri upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni séu „að flýja í skjól frá þessum sveiflum sem íslenska krónan augljóslega hefur verið valdandi á undanförnum árum og áratugum.“

Ástæða umfjöllunarinnar var sú staða sem sé uppi í krónuhagkerfinu þar sem stýrivextir eru nú 9,25 prósent en verðbólga samt sem áður enn átta prósent. Í samanburðarríkjum eru vextirnir mun lægri og verðbólgan líka. Fyrir vikið sitja íslensk heimili og fyrirtæki, sem geri upp í krónu, uppi með hærra verðlag og stóraukin vaxtakostnað.

Vaxtakostnaður heimila jókst um 22,5 milljarða 

Í nýjustu tölum Hagstofu Íslands um tekjuskiptingauppgjör heimilisgeirans kom fram að á fyrri hluta yfirstandandi árs hafi heimili landsins greitt um 58,8 milljarða króna í vaxtagjöld.

Á sama tímabili í fyrra greiddu þau 36,3 milljarða króna. Þar skeikar 22,5 milljörðum króna sem heimili landsins hafa þurft að reiða fram í vexti af lánum sem þau hafa tekið sem þau þurftu ekki að greiða á fyrri hluta árs í fyrra. 

Þar kom líka fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 5,2 prósent á öðrum ársfjórðungi ársins 2023, þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi hækkað umtalsvert. Það þýðir að hann hefur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samkvæmt endurskoðum tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn hefur ekki lækkað svona mikið innan ársfjórðungs síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.

Segir þáttinn hafa skort jafnvægi og fagmennsku

Bjarni sagði í færslu sinni um Kveiksþáttinn að látið hafi verið að því liggja að það séu einhverskonar  forréttindi þeirra sem hafi meginþorra veltu sinnar í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. „Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“

Hann hrósaði Jóni Daníelssyni, prófessor í fjármálum við London School of Economics, fyrir sitt innlegg í þættinum og segir hann hafa gert vel í að útskýra fyrir þáttargerðarmanni að þetta væri alls ekki óeðlilegt. Bjarna hafi þó þótt innskotin einkennilega klippt til eins og til að gera lítið með þau sjónarmið. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“

Að mati formanns Sjálfstæðisflokksins hefði þáttinn skort „allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu“.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem Bjarni hefur leitt frá árinu 2009, er á móti því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er grundvallar munur á þeim sem náðu sér í sjóði og gátu haft áhrif á krónu ræfilinn í krafti auðs og hinna sem þurftu að snýkja lán hjá okurstofnunum sem sumir eru svo kurteisir að kalla banka. Mammon sér um sína.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben er partur af auðvaldinu og þeirra sérhagsmunum, þess vegna er Bjarni Ben marklaus með sínar yfirlýsingar, það sem vantar í þennan þátt eru skýringar um hvernig SÍ-bankinn hefur náð upp 1000-milljarða gjaldeyrisforða, eftir að Davíð Oddsson afhenti Kaupþings-banka restina af gjaldeyrisforðanum (84-milljarða) 2008 og þar með HRUNDI gengi krónunnar með skelfilegum afleiðingum fyrir heimili landsmanna, sem voru borin út á götu (15.000 heimili) og við erum ennþá með HRUN-gengi 153 á móti 1-evru, vegna inngripa SÍ-stjóranns, samt roðnar Bjarni Ben ekki þegar hann fullyrðir að almenningur hafi feikna kaupmátt, þrátt fyrir að skuldarar borgi 11-17% vexti og almenningur búi við 8% verðbólgu. 2013 byrjaði þáverandi SÍ-stjóri að kaupa upp gjaldeyri, sem eru ekkert annað stórkostleg inngrip í fljótandi gengisskráningu krónunnar, 2019 var gengi krónu 122 núna árið 2023 með jákvæðan viðskiptajöfnuð uppá 60-milljarða, samt er gengi krónu 153 á móti 1-evru, vonandi tekur Kveikur þennan þátt gengisskráningu krónunnar fyrir í næsta þætti.
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Fróðlegt væri að Bjarni legði fram gögn þeirri fullyrðingu til sönnunar, að íslenska krónan hefði ,,.. verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi." Sem sagt, með öðrum gjaldmiðli, væntanlega þá evru eða bandaríkjadal, hefði okkur farnast verr.
    11
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta var einmitt mjög góður þáttur. Staðreyndir dregnar fram og rætt við fagfólk um þeirra álit. Þátturinn hafði heimilin í landinu sem miðpunkt og það er svo frábært. Bjarni Ben áttar sig aldrei á að það er almenningur sem er kjarninn í þjóðinni ekki sérhagsmunaöflin sem stýra alltaf ferð hér á landi.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár