Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland hrapar í nýrri PISA-könnun

Ís­lensk­ir nem­end­ur eru langt und­ir með­al­tali sam­an­burð­ar­ríkja í grunn­hæfni og í af­burð­ar­hæfni. Að­eins 53% ís­lenskra 15 ára drengja búa yf­ir grunn­hæfni í lesskiln­ingi, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar.

Ísland hrapar í nýrri PISA-könnun
Úr skólastarfi Miðað við mælingu PISA-könnunarinnar fellur færni íslenskra nemenda hratt. Mynd: Shutterstock

Ný PISA-könnun á hæfni 15 ára nemenda í OECD-ríkjunum sýnir að hæfni íslenskra nemenda fellur hratt á milli ára. Munur milli Íslands og Norðurlandanna eykst enn.

PISA-könnun var síðast birt árið 2018 og eiga nýjar niðurstöður við um árið 2022. Niðurstöðurnar sýna minnkandi hæfni nemenda á öllum Norðurlöndunum, en hæfnin minnkar meira hérlendis en annars staðar og var hún fyrir síðri. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum: Lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi.

„Niðurstöðurnar sýna verri árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, m.a. á öllum Norðurlöndum og er lækkunin meiri á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins.

Þegar kemur að lesskilningi ná 60% íslenskra unglinga grunnhæfni, en á Norðurlöndunum, eins og í OECD-löndunum að meðaltali, er hlutfallið 74%. Aðeins 3% Íslendinganna sýna „afburðahæfni“, en 7% í öðrum ríkjum. Það segir ekki alla söguna því strákar búa yfir verri lesskilningi en stúlkur. Aðeins rúmlega helmingur þeirra, 53%, búa yfir grunnhæfni í lesskilningi, en 68% stúlkna.

Stærðfræðilæsi enn sterkasta grein íslenskra nemenda

Hæfni í stærðfræði var sérstaklega könnuð og „stóðu nemendur á Íslandi sig ekki eins vel í stærðfræðilæsi og jafnaldrar sínir á Norðurlöndunum eða nemendur að jafnaði í ríkjum OECD,“ kemur fram í skýrslunni. „Hlutfall nemenda sem búa að minnsta kosti yfir grunnhæfni á sviðinu er 66% en hún er nauðsynleg til að takast á við prófverkefni sem reyna á flóknari rökhugsun eða innihalda upplýsingar úr fleiri en einni átt. Ólíkt nemendum flestra landa stóðu stúlkur og drengir á Íslandi sig jafn vel í stærðfræðilæsi.“

 

Mikill munur milli kynjanna á grunnhæfni í lesskilning

Á Íslandi eru nokkuð margir nemendur sem skora lágt í lesskilningi samanborið við jafnaldra á Norðurlöndunum og OECD ríkjunum. „Um 60% nemenda teljast hafa að minnsta kosti grunnhæfni í sviðinu,“ kemur fram í skýrslunni. Þar er mikill munur milli drengja en teljast 53% drengja hafa grunnhæfni í lesskilning á móti 68% stúlkna.

Læsi í náttúruvísindum lækkaði um 11 prósent

Læsi í náttúruvísindum lækkar meira á Íslandi en í öðrum löndum. Eru þar fáir nemendur með afburðarhæfni. „Hlutfall íslenskra nemenda með grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi er nú 64% og hefur lækkað um 11 prósentustig.“ Stúlkum gengur betur í læsi í náttúruvísindum en drengjum á Íslandi.

Líðan nemanda á Íslandi er almennt góð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Koma þeir betur út úr þessari mælingu 2022 en 2018. Nemendur hafa jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti. „Á þessum mælingum komu nemendur hér á landi betur út en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og í ríkjum OECD gerðu að jafnaði.“

Nemendur með erlendan bakgrunn á Íslandi standa sig betur en erlendir nemendur hinna landanna. „Í flestum löndum skora nemendur sem hafa erlendan bakgrunn lægra á sviðum PISA en aðrir nemendur, sem getur tengst tungumálafærni eða efnahags- og félagslegri stöðu. Á Íslandi hefur jákvæð þróun átt sér stað því frammistöðumunur minnkaði hjá hluta þessa nemendahóps.“ Þó þróunin sé jákvæð skortir nokkuð marga nemendur með erlendan bakgrunn grunnhæfni, sérstaklega í lesskilningi, eða 64% þeirra. Þar að auki líður nemendum af erlendum uppruna ekki eins vel og öðrum nemendum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár