Maðurinn sem hefur verið framkvæmdastjóri einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar frá árinu 2020, Sigurður Ingibergur Björnsson, er að hætta í því starfi til að taka við sem framkvæmdastjóri í dótturfélagi fyrirtækisins. Þetta fyrirtæki mun vinna að því að þróa hugbúnaðarlausnir fyrir heilbrigðisfyrirtæki sem eiga að gera heilbrigðiskerfið á Íslandi „skilvirkara og einfaldara“ eins og Klíníkin sjálf hefur orðað það. Í stað Sigurðar var Guðrún Ása Björnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, ráðin í starf framkvæmdastjóra Klíníkurinnar.
„Það skiptir öllu máli að innleiða nýsköpun í heilbrigðiskerfið“
Klíníkin hefur talsvert verið til umræðu í gegnum árin í tengslum við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Líkt og Heimildin hefur fjallað um þá er kominn upp kurr meðal stjórnenda og starfsfólks á sjúkrahúsum landsins vegna aukinna umsvifa Klíníkurinnar og aukinnar áherslu …
Takk Ingi!