Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall

Lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi vegi og færsla hans norð­ur fyr­ir Vík er sá val­kost­ur sem Vega­gerð­in mæl­ir með við upp­bygg­ingu á Hring­veg­in­um um Mýr­dal. Jarð­göng myndu „af­ar ólík­lega“ standa und­ir sér með veg­gjöld­um og mik­il áhætta fæl­ist í nýj­um vegi um Vík­ur­strönd, sem er „af­ar út­sett“ fyr­ir ágangi sjáv­ar.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall
Valkostur 4 Fyrri kosturinn sem Vegagerðin mælir með er valkostur 4: Lagfæringar á núverandi vegi og vegur fer norður fyrir Vík. Mynd: Vegagerðin/VSÓ

Vegagerðin setur fram sex valkosti að uppbyggingu Hringvegarins um Mýrdal í nýútkominni umhverfismatsskýrslu sinni. Færsla vegarins ofan af Gatnabrún og að ströndinni, jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur um Víkurströnd hafa verið einna mest í umræðunni, reyndar árum saman, en sérstaklega síðustu misseri. Jarðgöng í Reynisfjalli eru enda á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings þeirra.

En þetta er ekki sá valkostur sem Vegagerðin mælir helst með. Með tilliti til hagkvæmni og umhverfisáhrifa telur stofnunin „rétt“ að mæla með því að gera lagfæringar á núverandi vegi en færa hann að hluta norður fyrir Víkurþorp. Þessir tveir kostir, merktir 4 og 4b í skýrslum Vegagerðarinnar, uppfylla að hennar mati markmið framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi, greiðfærni og færslu Hringvegar út fyrir þéttbýli. Þeir eru auk þess mun ódýrari. Jarðgöng ein og sér myndu kosta tæpa 11 milljarða. Valkostir með göngum og nýjum vegum með ströndinni, m.a. um Víkurfjöru, myndu samkvæmt mati Vegagerðarinnar kosta 16-17 milljarða.

„Ströndin er afar útsett fyrir ágangi sjávar og mælingar gefa til kynna að öldur út fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim hæstu og orkumestu í heiminum.”
Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Stofnunin bendir ennfremur á að gert sé ráð fyrir gjaldtöku í jarðgöng í gegnum Reynisfjall en að „afar ólíklegt“ sé að hún myndi standa undir framkvæmdakostnaði. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylgir valkostum sem fela í sér jarðgöng og veg um Víkurströnd, getur Vegagerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur það hins vegar ekki koma til greina að færa veginn fyrir ofan byggðina á Vík líkt og þeir kostir sem Vegagerðin hefur nú sett á oddinn fela í sér. Framtíðar byggingar- og útivistarsvæði séu í efri hluta bæjarins. Jarðgöng og vegur um Víkurfjöru eru sem fyrr sú leið sem sveitarstjórnin vill að vegurinn fari um.

Hæstu og orkumestu öldur í heimi

Áhættan sem Vegagerðin vísar til í rökstuðningi sínum fyrir að leggja áherslu á aðra kosti en jarðgöng og veg um Víkurfjöru, tengist ekki aðeins því að kostnaður yrði tvöfalt meiri, heldur fjörunni sjálfri og landbrotinu sem þar á sér stöðugt stað.

Með því að byggja veg „á svo útsettri strönd fyrir ágangi sjávar sem Víkurströnd er“ yrði tekin áhætta. „Töluverður munur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjarlægð frá ströndinni saman borið við það að verja veg sem er í fjörunni.“ Bendir stofnunin á, máli sínu til stuðnings, að öldur úti fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim „hæstu og orkumestu í heiminum“.

Kostnaður ólíkra valkostaÁætlaður stofnkostnaður í milljónum króna á verðlagi miðað við september 2022.

Ef vegur yrði lagður við Víkurströnd þyrfti að byggja umtalsverðar grjótvarnir meðfram honum og bæta við þriðja sandfangaranum svokallaða til að verja ströndina fyrir rofi. Mikil óvissa fylgi því að byggja innviði á svo útsettri strönd sem Víkurströnd og óljóst hvaða viðhaldsaðgerðir og framkvæmdir yrðu nauðsynlegar til að viðhalda vegi á þessu svæði í framtíðinni.

Ekki ráðlegt að byggja innviði á roffjöru

Danska straumfræðistöðin DHI var fengin til að meta rofmátt og stöðugleika strandarinnar. Af þeim niðurstöðum má sjá, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar, að almennt sé ekki talið ráðlegt að byggja nýja innviði á roffjöru. Ef til þess kæmi þyrfti að ráðast í umfangsmiklar sjóvarnir, bæði með gerð sandfangara sem og sjóvörnum sem liggja eftir fjörunni. „Þegar rofið milli sandfangaranna nær að sjóvörninni er alltaf hætta á að sandfjara verði að grjótfjöru.“

Allir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á kæmu til með að fara um eða nálægt svæðum sem eru bundin verndarákvæðum eða öðrum takmörkunum á landnotkun. Vegur við ströndina myndi t.d. liggja nálægt Dyrhólaey sem var friðlýst m.a. vegna fuglavarps árið 1978. Þá er Dyrhólaós, sem einhverjir valkostanna færu um, á náttúruminjaskrá.

Allir valkostir fara hins vegar að einhverju leyti um vistkerfi og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, m.a. stöðuvötn, tjarnir, leirur, hella og fossa. Þessum jarðmyndunum og vistkerfum skal forðast að raska nema brýna nauðsyn beri til.

Að færa veginn niður að ströndinni myndi að mati Vegagerðarinnar hafa neikvæðari áhrif á umhverfið en aðrir kostir og á það við um flesta umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismatsskýrslunni. Þeir kæmu til með að raska svæðum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og vistkerfum, votlendi og leirum, sem njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd. Þá myndu vistkerfi raskast sem hafa að geyma tegundir sem eru á válista og/eða eru friðlýstar. Einnig myndu þeir raska lífríki, einkum fuglalífi og brekkubobba, sem er sjaldgæf sniglategund hér á landi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár