Lífeyrissjóðir skoða að feta sömu leið og bankarnir

Hing­að til hafa ein­göngu stóru við­skipta­bank­arn­ir lát­ið vexti og verð­bæt­ur Grind­vík­inga nið­ur falla til þriggja mán­aða. Lf­eyr­is­sjóð­irn­ir hafa nú til skoð­un­ar að gera slíkt hið sama.

Lífeyrissjóðir skoða að feta sömu leið og bankarnir
Hús illa farin. Margar eignir fóru illa í skjálftanum í Grindavík.

Lífeyrissjóðirnir skoða möguleikann á að veita Grindvíkingum greiðsluskjól vegna yfirstandandi náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík til að létta á greiðslubyrði þeirra. Bankarnir felldu niður vexti og verðbætur af lánum Grindvíkinga í þrjá mánuði fyrr í nóvember og skoða lífeyrissjóðir nú að gera hið sama, samkvæmt tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðirnir hafa nú þegar tryggt Grindvíkum tímabundið greiðsluskjól vegna sjóðfélagalána og fresta greiðslu afborgana, vaxta og verðbóta.

Kallað hefur verið eftir því að lífeyrissjóðirnir gangi lengra og geri slíkt hið sama og bankarnir, það er fella niður vexti og verðbætur til þriggja mánaða vegna húsnæðislána Grindvíkinga.

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn gerðu samkomulag, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað 22. nóvember. Þetta var gert vegna yfirstandandi náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík.

Áður höfðu bankarnir ætlað að mæta stöðu Grindvíkinga, sem var gert að rýma bæinn um miðjan nóvember og eru nú í tímabundnu húsnæði oft með tilheyrandi viðbótarkostnaði, með því að frysta afborganir af íbúðalánum þeirra en leggja vexti og verðbætur við höfuðstól lánanna. Það hafði verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af ráðherrum í ríkisstjórn og öðrum stjórnmálamönnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár