Vinnslustöð Vestmannaeyja samdi um starfslok við skipstjóra og stýrimann á Hugin VE föstudaginn 24. nóvember, í kjölfar þess að akkeri skipsins féll útbyrðis, dróst eftir botninum og olli stórkostlegu tjóni á einu neysluvatnsleiðslunni til Vestmannaeyja. Vatnsleiðslan lekur og hættustig almannavarna er í gildi í bæjarfélaginu.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem akkeri þessa skips féll útbyrðis án þess að það væri ætlun þeirra sem sátu í brúnni að láta akkerið falla. „Nei, þetta er ekki í fyrsta skipti. Það hafði komið einu sinni fyrir áður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Heimildina, en hann kveðst ekki hafa atburðalýsingu á fyrra atvikinu.
Skipstjóri sagði tal um uppsögn „bull“
Sagt var frá starfslokum þeirra Gylfa Viðars Guðmundssonar skipstjóra og Guðmundar Inga Guðmundssonar stýrimanns í upphafi vikunnar, en Heimildin hafði fengið veður af starfslokum þeirra í …
https://eyjar.net/2022-08-29-hluturinn-i-hugin-ehf-seldur-a-5-2-milljarda/