Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
Huginn VE Eins og sjá má vantar akkerið á skipið. Það liggur á hafsbotni í innsiglingunni til Vestmannaeyja.

Vinnslustöð Vestmannaeyja samdi um starfslok við skipstjóra og stýrimann á Hugin VE föstudaginn 24. nóvember, í kjölfar þess að akkeri skipsins féll útbyrðis, dróst eftir botninum og olli stórkostlegu tjóni á einu neysluvatnsleiðslunni til Vestmannaeyja. Vatnsleiðslan lekur og hættustig almannavarna er í gildi í bæjarfélaginu.

VSVSigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri hjá Vinnslustöðinni.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem akkeri þessa skips féll útbyrðis án þess að það væri ætlun þeirra sem sátu í brúnni að láta akkerið falla. „Nei, þetta er ekki í fyrsta skipti. Það hafði komið einu sinni fyrir áður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Heimildina, en hann kveðst ekki hafa atburðalýsingu á fyrra atvikinu.

Skipstjóri sagði tal um uppsögn „bull“

Sagt var frá starfslokum þeirra Gylfa Viðars Guðmundssonar skipstjóra og Guðmundar Inga Guðmundssonar stýrimanns í upphafi vikunnar, en Heimildin hafði fengið veður af starfslokum þeirra í …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það er gott að vita að skipstjórinn á pening fyrir sektinni og meira …

    https://eyjar.net/2022-08-29-hluturinn-i-hugin-ehf-seldur-a-5-2-milljarda/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár