Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
Huginn VE Eins og sjá má vantar akkerið á skipið. Það liggur á hafsbotni í innsiglingunni til Vestmannaeyja.

Vinnslustöð Vestmannaeyja samdi um starfslok við skipstjóra og stýrimann á Hugin VE föstudaginn 24. nóvember, í kjölfar þess að akkeri skipsins féll útbyrðis, dróst eftir botninum og olli stórkostlegu tjóni á einu neysluvatnsleiðslunni til Vestmannaeyja. Vatnsleiðslan lekur og hættustig almannavarna er í gildi í bæjarfélaginu.

VSVSigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri hjá Vinnslustöðinni.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem akkeri þessa skips féll útbyrðis án þess að það væri ætlun þeirra sem sátu í brúnni að láta akkerið falla. „Nei, þetta er ekki í fyrsta skipti. Það hafði komið einu sinni fyrir áður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Heimildina, en hann kveðst ekki hafa atburðalýsingu á fyrra atvikinu.

Skipstjóri sagði tal um uppsögn „bull“

Sagt var frá starfslokum þeirra Gylfa Viðars Guðmundssonar skipstjóra og Guðmundar Inga Guðmundssonar stýrimanns í upphafi vikunnar, en Heimildin hafði fengið veður af starfslokum þeirra í …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það er gott að vita að skipstjórinn á pening fyrir sektinni og meira …

    https://eyjar.net/2022-08-29-hluturinn-i-hugin-ehf-seldur-a-5-2-milljarda/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár