Ég held að mitt eftirlæti hljóti að vera Tíminn og vatnið eftir Stein Steinar. Ég veit ekki hvort þetta teljist banal svar en þetta er rétt svar. Það er einhver stórkostlegasti kveðskapur sem ég hef lent í. Og þar er eftirfarandi erindi í uppáhaldi:
„Ég var drúpandi höfuð,
ég var dimmblátt auga,
ég var hvít hönd.
Og líf mitt stóð kyrrt
eins og kringlótt smámynt,
sem er reist upp á rönd.
Og tíminn hvarf
eins og tár, sem fellur
á hvíta hönd.“
Þetta var mitt gateway drug, aldrei söm eftir. Í því samhengi verð ég einnig að nefna Barnagælu eftir Vilborgu Dagbjarts, það breytti öllu.
Athugasemdir (1)