Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reiðari Trump hefur stuðning til að verða aftur forseti

Þrátt fyr­ir ákær­ur um sam­særi gegn lýð­ræð­inu og orð­færi sem þekk­ist meira með­al ein­ræð­is­herra og fas­ista en for­seta Banda­ríkj­anna mæl­ist Don­ald Trump með mest­an stuðn­ing kjós­enda fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar á næsta ári. NIð­ur­stað­an mót­ar heims­mynd næstu ára.

Nú þegar ár er í næstu forsetakosningar Bandaríkjanna mælist Donald Trump með mestan stuðning í skoðanakönnunum og ætti, samkvæmt þeim, að bera nauman sigur af hólmi gegn Joe Biden, sitjandi forseta. Þar virðast ekki skipta máli þau fjölmörgu dómsmál og ákærur sem Trump stendur frammi fyrir, meðal annars fyrir tilraunir til að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga og að fela leynigögn ríkisins á heimili sínu. Orðræða Trumps er orðin herskárri en áður og ber sömu einkenni og einræðissinnaðir leiðtogar hafa beitt, en það hefur ekki minnkað sigurlíkur hans.

Hatursorðræða og afmennskun

„Meindýr“ kallaði Trump andstæðinga sína í ræðu sinni í New Hampshire-ríki þann 11. nóvember síðastliðinn. Andstæðinga sem hann segir vera „kommúnista, marxista, fasista og öfgavinstri fanta“ og að þá beri helst að „uppræta“.

Þessi ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd í Bandaríkjunum fyrir að bera merki „fasískrar orðræðu“ eins og Ruth Ben-Ghiat, prófessor við New York-háskóla, komst að orði í …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sigmundur Davíð líkist Trump meir og meir. Það er greinilegt að gera á út á innflytjendaandúð í næstu kosningum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár