Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Almannavarnarstig við Grindavík verður fært af neyðarstigi og niður á hættustig

Nýtt stöðumat sýn­ir að „lík­ur á skyndi­legri gosopn­un inn­an bæj­ar­marka Grinda­vík­ur hafi far­ið minnk­andi með hverj­um degi og eru í dag tald­ar litl­ar. Grind­vík­ing­ar fá rýmri heim­ild til að huga að eign­um sín­um. Sú ákvörð­un nær ekki til al­menn­ings.“

Almannavarnarstig við Grindavík verður fært af neyðarstigi og niður á hættustig
Mikið tjón Sprungur hafa myndast víða í Grindavík vegna jarðhræringa og tjón á mannvirkjum er umtalsvert. Mynd: Golli

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að breyta almannavarnarstigi vegna jarðhræringa við Grindavík, af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11 á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðins, hafi „líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís ennþá í Svartengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.“

Áfram eru þó taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells.

Í tilkynningunni segja Almannavarnir að þær vilji þó árétta að svæðið sé enn vel vaktað, og hætta sé til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu víða um bæinn. „Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum. Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings.“

Í frétt á heimasíðu Veðurstofunnar segir að út frá nýjustu gögnum og að teknu tilliti til þróunar virkninnar síðan 10. nóvember, hafi líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. „Reikna má með að kvikan í ganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð, sem einnig dregur úr líkum að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðs innan bæjarmarkanna. Það skal hinsvegar tekið fram að áfram eru taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár