Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni sækist eftir formannssæti KSÍ að nýju

Fyrr­ver­andi formað­ur KSÍ, sem hætti í kjöl­far þess að sam­band­ið var gagn­rýnt harð­lega fyr­ir þögg­un og með­virkni með meint­um gerend­um, ætl­ar að bjóða sig fram aft­ur á nýju ári.

Guðni sækist eftir formannssæti KSÍ að nýju
Fyrrverandi formaður „Verk­efnið framundan hjá knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyr­ir­byggjum kyn­ferð­is­of­beldi, og að brugð­ist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af fest­u,“ skrifaði Guðni árið 2021. Í yfirlýsingu sinni um formannsframboð nú nefnir hann forvarnir gegn kynferðisofbeldi ekki einu orði. Mynd: mbl/ Eggert Jóhannesson

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ að nýju. Þetta segist hann gera vegna „fjölda áskorana.“

Guðni hætti sem formaður KSÍ í ágústmánuði árið 2021. Þá hafði KSÍ verið gagnrýnt harðlega fyrir þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan þess. Vanda Sigurgeirsdóttir tók þá við keflinu en hún tilkynnti í byrjun þessa mánaðar að hún hygðist ekki taka þátt í komandi formannskjöri.

Í desembermánuði það sama ár birti úttektarnefnd á vegum Íþróttafélags Íslands (ÍSÍ) úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna meints kynferðisofbeldis sem tengdist leik­mönnum í lands­liðum Íslands. 

Fengu upplýsingar um meinta hópnauðgun

Þar kom fram að KSÍ hafi fengið upplýsingar um meinta hópnauðgun tveggja landsliðsmanna, sem var sögð hafa átt sér stað ellefu árum fyrr, í júní árið 2021. Eftir tilkynningu þar um frá starfsmanni sambandsins, tengdamóður þolandans, var meðal annars rætt við annan gerandann. Samt ákvað KSÍ að hlíta ráðleggingu almannatengslafyrirtækis og svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið með villandi hætti. 

Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í kjölfar birtingar úttektarinnar  sagðist hann hafa borið ábyrgð á við­brögðum sam­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­mála sem komu upp í for­mann­s­tíð hans. Sömu sögu hafi verið að segja um miðlun upp­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­ur,“ sagði Guðni þá.

Hann bætti því við að hann hafi einblínt um of á formið og trúnað við máls­að­ila. „Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vit­undar að finna þeim réttan far­veg,“ sagði Guðni. 

„Annað var leyst með sátt á milli máls­að­il­anna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í far­veg hjá lög­reglu. Sem sam­fé­lag erum við að stíga erfið en mik­il­væg skref í sam­tal­inu um kyn­ferð­is­brot og hvernig við tök­umst á við þau. Verk­efnið framundan hjá knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyr­ir­byggjum kyn­ferð­is­of­beldi, og að brugð­ist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af fest­u.“

Ekkert um forvarnir í yfirlýsingunni

Formannskjörið fer fram í lok febrúar næstkomandi. 

„Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina,“ skrifar Guðni í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum fyrir skemmstu. Þar segist hann jafnframt vilja vinna að því betrumbótum á starfi KSÍ og aðildarfélaga sambandsins. 

Markmiðið segir Guðni að sé „framgangur fótboltans í landinu.“

Hann segist ætla að kynna áherslur sínar betur síðar en minnist ekki einu orði á það sem hann sagði mikilvægt fyrir tveimur árum síðan, forvarnir gegn kynferðisofbeldi. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Markmiðið segir Guðni að sé „framgangur fótboltans í landinu.“"
    Framgangur fótboltans getur varla orðið meiri. "Colosseum" í Reykjavík, hallir og vellir um allt land. Allt í boði skattgreiðenda.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár