Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórforeldri nýtt orð yfir foreldri foreldris

Stór­for­eldri bar sig­ur úr být­um í ný­yrða­sam­keppni Sam­tak­anna '78. Til­lög­ur frá 300 manns bár­ust í keppn­ina.

Stórforeldri nýtt orð yfir foreldri foreldris
Gleði Frá Hinsegin dögum.

Stórforeldri er nýtt kynlaust orð yfir foreldri foreldris. Þetta er niðurstaða hýryrðasamkeppni Samtakanna '78. Hún var kynnt í gær, á degi íslenskrar tungu. 

Þá varð sömuleiðis skammstöfunin ks. fyrir orðið kynsegin til. Einnig orðið aðkynhneigð sem er íslensk þýðing á orðin allosexual. Það er notað yfir fólk sem upplifir kynferðislega aðlöðun og er því andstæðan við eikynhneigð sem vísar til fólks sem laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki. 

Styrkir tilverurétt kynsegin fólks

Miklar umræður urðu til um nýyrðasamkeppnina í sumar og bar á misskilningi um að skipta ætti út orðunum amma og afi með kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris. Það var þó ekki raunin. 

„Þessi keppni snýst ekki um neina málstýringu,“ sagði Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum samtímabókmenntum, sem sat jafnframt í dómnefnd samkeppninnar, í samtali við Heimildina í sumar. „Þetta er bara formleg leið til þess að leita að viðbót við tungumálið.“

Andrea Rói Sigurbjörns, sem er kynsegin foreldri, fagnaði samkeppninni í sömu umfjöllun. 

„Það styrkir tilveruréttinn þinn að eiga hlut í tungumálinu,“ sagði Andrea Rói. 

Alls sendu tæplega 300 manns inn tillögu í samkeppnina að einu eða fleiri orðum áður en frestur rann út 15. september. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Emil Helgason skrifaði
    Til hamingju með niðurstöðurnar! Þetta eru góðar viðbætur við málið og ég vona að þær nái allar flugi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár