Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp

Elfa Dögg S. Leifs­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um seg­ir að Grind­vík­ing­ar hafi áhyggj­ur af hús­næð­is­mál­um og lífsaf­komu sinni. Á ann­að hundrað Grind­vík­ing­ar hafa leit­að til þjón­ustumið­stöðv­ar í Reykja­vík sem var opn­uð á fimmtu­dag. Sér­stök áhersla er þar lögð á sál­ræna fyrstu hjálp.

Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp
Mikilvægt að Grindvíkingar hittist og tali saman Sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands sem starfar í þjónustumiðstöð sem er nú opin fyrir íbúa Grindavíkur segir að þar verði lögð áhersla á sálræna fyrstu hjálp. Þar geti Grindvíkingar líka hist enda mikilvægt að fólk hittist, tali saman og styðji hvert annað.

 „Líðan fólks er afskaplega misjöfn og hún sveiflast. Það getur verið dagamunur á hvernig Grindvíkingum líður eftir atburði síðustu vikna. Það er mjög mikilvægt að þau fái sálræna aðstoð,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum. Hún starfar í þjónustumiðstöðinni sem var opnuð á hádegi á fimmtudag. Það eru Almannavarnir og Rauði kross Íslands sem standa að miðstöðinni. 

Mikilvægt að fólk frá Grindavík styðji hvert annað. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir að enginn skiji betur líðan íbúa Grindavíkur en þau sem séu að ganga í gegnum það sama.

Frá því að hún var opnuð hafa á bilinu 150-160 Grindvíkingar leitað sér aðstoðar þar, segir Elfa Dögg. Þau koma hingað til að fá sálræna fyrstu hjálp. Lögð er áhersla á það og hér er þjálfað fólk frá Rauða krossinum sem tekur á móti fólki, býður uppá samtöl og nærveru. Fólk getur komið hvenær sem er yfir daginn,“ segir Elfa Dögg og bætir við að það sé mikilvægt að Grindvíkingar hittist og hlúi hver að öðrum. Hér höfum við orðið vitni að mörgum fallegum augnablikum þó stutt sé síðan við opnuðum. Við erum að sjá fólk sem er að hittast og faðmast og styðja hvert annað. Það er nefnilega svo að enginn skilur betur líðan íbúanna en þau sem eru að ganga í gegnum það sama. Það er því mikilvægt að fólk hittist og tali saman og styðji hvert annað. Og það geta þau gert hér.“ 

„Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu“
Elfa Dögg S. Leifsdóttir
sálfræðingur Rauða krossins

Hún segir að velferðarsvið Grindavíkurbæjar sé einnig með aðstöðu í miðstöðinni.  „Þetta er hugsað sem alhliða þjónustumiðstöð og hún mun þróast í takt við þarfir Grindvíkinga. Þá er hér hægt að fá aðstoð frá Vinnumálastofnun og hér er líka hugað er að húsnæðismálum.“ 

Elfa Dögg segir að á næstu dögum eigi allt sem Grindvíkingar þurfi að takast á við vegna atburðanna að vera aðgengilegt á einum stað. Það er afskaplega erfitt fyrir fólk að þurfa að bíða eftir svörum varðandi þessi mál. Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu. Svo hefur verið mikil óvissa vegna skjálftanna í langan tíma þannig að fólk er mjög þreytt.“ 

Þjónustumiðstöðin er á þriðju hæð í Tryggvagötu 19, gamla Tollhúsinu og er opin alla virka daga milli 10 og 18.  

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár