Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp

Elfa Dögg S. Leifs­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um seg­ir að Grind­vík­ing­ar hafi áhyggj­ur af hús­næð­is­mál­um og lífsaf­komu sinni. Á ann­að hundrað Grind­vík­ing­ar hafa leit­að til þjón­ustumið­stöðv­ar í Reykja­vík sem var opn­uð á fimmtu­dag. Sér­stök áhersla er þar lögð á sál­ræna fyrstu hjálp.

Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp
Mikilvægt að Grindvíkingar hittist og tali saman Sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands sem starfar í þjónustumiðstöð sem er nú opin fyrir íbúa Grindavíkur segir að þar verði lögð áhersla á sálræna fyrstu hjálp. Þar geti Grindvíkingar líka hist enda mikilvægt að fólk hittist, tali saman og styðji hvert annað.

 „Líðan fólks er afskaplega misjöfn og hún sveiflast. Það getur verið dagamunur á hvernig Grindvíkingum líður eftir atburði síðustu vikna. Það er mjög mikilvægt að þau fái sálræna aðstoð,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum. Hún starfar í þjónustumiðstöðinni sem var opnuð á hádegi á fimmtudag. Það eru Almannavarnir og Rauði kross Íslands sem standa að miðstöðinni. 

Mikilvægt að fólk frá Grindavík styðji hvert annað. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir að enginn skiji betur líðan íbúa Grindavíkur en þau sem séu að ganga í gegnum það sama.

Frá því að hún var opnuð hafa á bilinu 150-160 Grindvíkingar leitað sér aðstoðar þar, segir Elfa Dögg. Þau koma hingað til að fá sálræna fyrstu hjálp. Lögð er áhersla á það og hér er þjálfað fólk frá Rauða krossinum sem tekur á móti fólki, býður uppá samtöl og nærveru. Fólk getur komið hvenær sem er yfir daginn,“ segir Elfa Dögg og bætir við að það sé mikilvægt að Grindvíkingar hittist og hlúi hver að öðrum. Hér höfum við orðið vitni að mörgum fallegum augnablikum þó stutt sé síðan við opnuðum. Við erum að sjá fólk sem er að hittast og faðmast og styðja hvert annað. Það er nefnilega svo að enginn skilur betur líðan íbúanna en þau sem eru að ganga í gegnum það sama. Það er því mikilvægt að fólk hittist og tali saman og styðji hvert annað. Og það geta þau gert hér.“ 

„Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu“
Elfa Dögg S. Leifsdóttir
sálfræðingur Rauða krossins

Hún segir að velferðarsvið Grindavíkurbæjar sé einnig með aðstöðu í miðstöðinni.  „Þetta er hugsað sem alhliða þjónustumiðstöð og hún mun þróast í takt við þarfir Grindvíkinga. Þá er hér hægt að fá aðstoð frá Vinnumálastofnun og hér er líka hugað er að húsnæðismálum.“ 

Elfa Dögg segir að á næstu dögum eigi allt sem Grindvíkingar þurfi að takast á við vegna atburðanna að vera aðgengilegt á einum stað. Það er afskaplega erfitt fyrir fólk að þurfa að bíða eftir svörum varðandi þessi mál. Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu. Svo hefur verið mikil óvissa vegna skjálftanna í langan tíma þannig að fólk er mjög þreytt.“ 

Þjónustumiðstöðin er á þriðju hæð í Tryggvagötu 19, gamla Tollhúsinu og er opin alla virka daga milli 10 og 18.  

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár