Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þátttaka HS Orku í kostnaði „hefur ekki komið til umræðu“

Ekki er gert ráð fyr­ir beinni kostn­að­ar­hlut­deild HS Orku í bygg­ingu varn­ar­garða við orku­ver­ið í Svartsengi sam­kvæmt nýj­um lög­um. „En við mun­um að sjálf­sögðu taka sam­tal­ið ef eft­ir því verð­ur leit­að,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins. „Við skor­umst ekki und­an ábyrgð í því.“

Þátttaka HS Orku í kostnaði „hefur ekki komið til umræðu“
Varnargarðar Framkvæmdir við varnargarða við orkuverið í Svartsengi eru þegar hafnar. Reiknað er með að garðarnir verði um 3 kílómetrar að lengd og um 8 metrar á hæð þar sem þeir verða hæstir. Bygging þeirra mun taka um mánuð. Mynd: Anton Brink

Bygging varnargarða við orkuverið í Svartsengi á Reykjanesi er alfarið á forræði almannavarna og samkvæmt nýjum lögum um varnir mikilvægra innviða vegna jarðhræringanna er ekki gert ráð fyrir beinni kostnaðarhlutdeild HS Orku í byggingu þeirra. „Aftur á móti hefur fyrirtækið varið umtalsverðum tíma og fjármunum í undirbúningsvinnu vegna mögulegra varna í Svartsengi,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.

Til að fjármagna varnir innviða, m.a. varnargarða við HS Orku, sem Bláa lónið verður einnig innan, verður lagður sérstakur skattur á húseigendur í landinu. Gjaldtaka hefst á næsta ári og mun standa í þrjú ár. Skatturinn mun nema 0,008 prósentum af brunabótamati fasteigna. Svo dæmi séu nefnd mun gjaldið nema 4.800 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónur á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir.

UpplýsingafulltrúiBirna Lárusdóttir.

„Þegar óvissustigi var lýst yfir af almannavörnum hófum við að flytja jarðefni inn í Svartsengi í þeim tilgangi að fergja lagnir og borholur, til að verja þá innviði fyrir hraunrennsli, og eiga efni tiltækt í mögulega varnargarða,“ segir Birna um þann kostnað sem HS Orka hefur þegar lagt í vegna jarðhræringanna. Þegar hættustigi var svo lýst yfir af almannavörnum tók ríkið verkefnið yfir og það var ekki lengur á forræði HS Orku. „Við höfum ekki komið að málinu síðan að öðru leyti en því að við bjóðum fram alla okkar sérþekkingu, mannskap og tæki til að þessar framkvæmdir megi takast sem best.“

Hún segir að  „sem betur fer“ séu ekki fordæmi fyrir þeim kringumstæðum sem nú eru á Reykjanesinu. „Þátttaka fyrirtækisins í kostnaði hefur ekki komið til umræðu af hálfu ríkisins. En við munum að sjálfsögðu taka samtalið ef eftir því verður leitað. Við skorumst ekki undan ábyrgð í því.“

Spurð um skýringar á því að HS Orka, sem er einkafyrirtæki, taki ekki þátt í kostnaði við að byggja varnargarða sem munu líklega kosta yfir 2,5 milljarða króna, bendir Birna á að HS Orka sé fyrirtæki í almannaþjónustu.

Í greinargerð með frumvarpinu um varnir mikilvægra innviða segir: „Meðal frumskyldna ríkisvaldsins er að vernda mikilvæga innviði samfélagsins og aðra almannahagsmuni fyrir hugsanlegu tjóni af völdum náttúruvár og sambærilegra atburða.“

Varnir gegn váVarðargarðarnir gætu litið nokkurn veginn svona út. Framkvæmdin er óháð lögum um náttúruvernd og skipulag sem og fjölda annarra laga þar sem um neyðarráðstöfun er að ræða.

Birna segir að ef starfsemi orkuversins í Svartsengi leggist af, tímabundið eða til lengri tíma, og ekki verður hægt að halda úti þjónustu, „er ljóst að miklir fjármunir yrðu að renna úr opinberum sjóðum til að byggja þá þjónustu upp á nýjan leik. Slíkt yrði margfalt dýrara fyrir þjóðarbúið en bygging varnargarða“.

Brestur í rekstri Svartsengis geti auk þess leitt til stórtjóns á fasteignum heimila og fyrirtækja í nærsamfélagi fyrirtækisins. „Fyrst og síðast mun garðurinn verja þjóðhagslega mikilvæga innviði,“ segir hún. „Þessir innviðir veita heitu og köldu vatni til 30.000 manna byggðar á Suðurnesjum; heimila, fyrirtækja og alþjóðaflugvallarins í Keflavík, og framleiðir jafnframt raforku inn á meginflutningskerfi þjóðarinnar sem nýtist um allt land.“

Í þessu sambandi vill Birna jafnframt benda á að Ísland hefur skuldbundið sig í varnarsamningum til að útvega heitt og kalt vatn til varnarliðsins. Það sé líka liður í þjóðaröryggi Íslands að tryggja rekstur Keflavíkurflugvallar. „Aðgangur að heitu og köldu vatni er rekstri vallarins bráðnauðsynlegur.“

Verulegt verðmæti virkjunar

Í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um varnir mikilvægra innviða er dregið fram hvaða áhrif og kostnað það myndi hafa í för með sér ef orkuverið í Svartsengi yrði óstarfhæft.

Þar segir: „Ljóst er að verulegt tjón getur hlotist af því ef starfsemi orkuversins í Svartsengi leggst af. Fjárhagslegt verðmæti virkjunarinnar er verulegt, bókfært virði hennar er um 24 milljarðar kr. En gróflega áætlað endurstofnvirði er um 70 milljarðar kr. Fyrir utan fjárhagslegt virði innviða á svæðinu verður mjög vandasamt og kostnaðarsamt að koma á varaafli. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til að kostnaður við kaup á neyðarkyndistöðvum sem duga fyrir lágmarksupphitun fyrir öll Suðurnes og annan nauðsynlegan búnað sé um tveir milljarðar kr. Neyðarkyndistöðvarnar ganga fyrir olíu og gæti olíukostnaður numið 800 til 1.500 milljónum kr. á mánuði, auk annars rekstrarkostnaðar. Umræddur búnaður er ekki til á landinu og óvíst er á þessum tímapunkti hvort hann sé laus til afhendingar annars staðar í heiminum. Jafnframt er ljóst að umhverfisáhrif af rekstri kyndistöðvar af þessu tagi yrðu veruleg.“

Tvö félög eiga HS Orku

Eigendur HS Orku eru tveir: Jarðvarmi slhf. og sjóðir í stýringu hjá breska fyrirtækinu Ancala Partners LLP. Eignarhlutur hvors um sig er 50%.

Það eignarhald hefur verið við lýði frá árinu 2019. Þá keypti Jarðvarmi, sem er félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða, öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir og seldi síðan helming þeirra til Ancala fyrir um 37 milljarða króna á þávirði. 

Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­fyr­ir­tækinu og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, Blá­varma slhf, á 15 millj­arða króna. Sú sala, sem var tilfærsla á hlut HS Orku í Bláa lóninu úr einum lífeyrissjóðsvasa í annan án þess að peningar skiptu um hendur, gerði það að verkum að HS Orka bókfærði 9,8 milljarða króna hagnað á árinu 2019. Þar er að uppistöðu um að ræða muninn á bókfærðu virði hlutarins í Bláa lóninu og þess sem hann var seldur á. 

Á síðustu árum, frá 2020 og út árið 2022, hafa átt sér stað nokkuð umfangsmikil endurkaup á bréfum í HS Orku sem hafa samanlagt skilað um 10,7 milljörðum króna til hluthafa félagsins. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞJ
    Johann Þ Jóhannsson skrifaði
    Þetta er akkúrat dæmi um hversvegna ekki á að leyfa einkarekstur á svona starfsemi, því þau taka vara við hagnaðinum en bera ekki ábyrgð á neinu þegar á móti blæs þá lendir þetta á almenningi. Það mætti líka láta þessi fyrirtæki borga auðlindagjald.
    1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Fyrirtækið sem nú heitir HS orka var áður almannaeign, en selt fyrir slikk af frjalshyggjupésum Sjálfstæðisflokksins og nú sleppa þeir við að leggja í púkkið af því að fyrirtækið sinnir almannaþjónustu. Við Íslendingar erum engin venjuleg fífl.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár