Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindavík rýmd af öryggisástæðum – Brennisteinsdíoxíð mælist

Grinda­vík var rýmd eft­ir að ný­ir gasmæl­ar Veð­ur­stofu Ís­lands sýndu að brenni­steins­díoxíð er að koma upp úr jörðu nær Grinda­vík. Rým­ing­in er vegna ör­ygg­is­ástæðna – ekki neyð­ar­ástæðna, að sögn al­manna­varna. Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um seg­ir boð um rým­ingu hafa ver­ið aft­ur­köll­uð en þá hafi ver­ið of seint að hætta við.

Grindavík rýmd af öryggisástæðum – Brennisteinsdíoxíð mælist
Rýming Grindavíkurbær hefur verið rýmdur vegna gasmælinga.

Almannavarnir sendu boð um rýmingu af öryggisástæðum á þriðja tímanum í dag vegna gasmælinga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist boð um rýmingu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna en boðin hafi síðar verið afturkölluð. 

Þá hafi hins vegar verið of seint að hætta við. 

„Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt, en lítið annað að gera fyrir viðbragðsaðila,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. 

Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir í samtali við RÚV að mælar sem voru nýverið settir upp nemi brennisteinsdíoxíð (SO2). Aðrir mælar gefa ekki vísbendingar um að gos sé að hefjast. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um rýmingu.

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að rýmingin sé af öryggisástæðum, ekki sé um neyðarrýmingu að ræða.  

Brennisteinsdíoxíð, eða brennisteinstvíildi, er litlaus lofttegund sem flest fólk finnur lykt af, ef styrkurinn nær u.þ.b. 1000 µg/m3. Brennisteinsdíoxíð hefur neikvæð áhrif á heilsu manna og hár styrkur brennisteinsdíoxíðs getur hindrað öndun, ert augu, nef og háls, valdið köfnun, hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Ekki er ljóst hversu hár styrkur gassins er sem mælar Veðurstofunnar sýna. 

Íbúum sem ekki gafst kostur á að sækja eigur sínar í gær voru í bænum en tekin hefur verið ákvörðun um að loka Suðurstrandarvegi við gatnamót Krýsuvíkurvegar og þeim íbúum sem eru í bænum hefur verið gert að yfirgefa hann. Aðstæður verða endurskoðaðar á morgun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár