Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Smásagan í sókn á Íslandi

End­ur­koma smá­sög­unn­ar er eitt af því áhuga­verð­asta í ís­lensk­um sam­tíma­bók­mennt­um, skrif­ar Soffía Auð­ur Birg­is­dótt­ir bók­mennta­fræð­ing­ur. Hún seg­ir að inn­an smá­sög­unn­ar megi finna merki­lega ný­sköp­un og ný­stár­leg efnis­tök, einna helst hjá ung­um höf­und­um.

Smásagan í sókn á Íslandi

Eitt af því áhugaverðasta í íslenskum samtímabókmenntum um þessar mundir er endurkoma smásögunnar. Á seinni hluta síðustu aldar virtist sem smásagnagerð væri að geispa golunni á Íslandi; það var nær ómögulegt fyrir nýja höfunda að fá smásagnasöfn útgefin og reyndar var bæði smásögunni og ljóðum spáð dauða. Hvort tveggja reyndist fásinna; ljóðagerð hefur blómstrað á síðastliðnum áratug og árlega koma hér út fleiri tugir ljóðabóka og á undanförnum árum hefur einnig komið út fjöldi nýrra og spennandi smásagnasafna. Það sem meira er, innan smásögunnar má sjá merkilega nýsköpun og einkar nýstárleg efnistök, ekki síst í meðförum ungra höfunda.

Ef til vill á nám í ritlist við Háskóla Íslands hér einhvern hlut að máli, margir nýir smásagnahöfundar hafa komið úr röðum nemenda deildarinnar. Ritlistarnáminu stýrir Rúnar Helgi Vignisson, sem lengi hefur iðkað smásagnagerð og gefið út söfnin Strandhögg (1993), Í allri sinni nekt (2000) og Ást í meinum (2012). Rúnar …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár