Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að afbera guðdóminn

Ein­hver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Ei­rík­ur Örn hef­ur ekki feng­ið memó­ið því Nátt­úru­lög­mál­in er doðrant­ur upp á nær 600 síð­ur. Þó leidd­ist þess­um les­anda aldrei og raun­ar er eft­ir­tekt­ar­vert hve vel hrað­an­um í frá­sögn­inni er hald­ið uppi þrátt fyr­ir lengd og þröngt af­mark­að sögu­svið.

Að afbera guðdóminn
Eiríkur Örn Norðdahl Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Nátt­úru­lög­mál­in

Höfundur Eiríkur Örn Norðdahl
Forlagið
597 blaðsíður
Niðurstaða:

Náttúrulögmálin er gríðarlega metnaðarfull heimspekileg skáldsaga og samfélagslýsing sem tekst á við stærstu spurningarnar um ríki Guðs og mannsins. Þótt hún sé eftir því löng og spekúlatív missir hún aldrei dampinn eða húmorinn.

Gefðu umsögn

Ítalska sjónvarpsserían Kraftaverkið (Il Miracolo), sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum, hefst á því þegar sérsveit ítölsku lögreglunnar ryður sér leið inn í felustað alræmds mafíuforingja. Felustaðurinn er einstaklega óhugnanlegur, útataður í blóði upp um alla veggi. En ekki eftir neina glæpi mafíuforingjans, sem finnst þarna hálfnakinn, rauður af dreyra, og vitstola. Nei, í fangi mafíósans var lítil og ódýr stytta af Maríu mey sem grét blóði. Grét og grét og grét þar til hún hafði útbíað allt.

Styttan er færð í leynilega neðanjarðarhvelfingu þar sem forsætisráðherra Ítalíu er kallaður til. Hvað átti að gera við styttuna? Forviða forsætisráðherrann stingur upp á að hún sé færð páfanum. En leyniþjónustan er á öðru máli. Styttan brýtur öll náttúrulögmál, segir njósnameistari ríkisins, grætur margfalt sína eigin þyngd af blóði á örfáum klukkutímum. Hún breytir öllu og hefur áhrif á allt. Tilvist hennar var pólitískt mál. Ítalska ríkið varð að glíma við hana. Það sem eftir lifði seríunnar olli þögul, grátandi Maríustyttan endalausum vandræðum fyrir alla sem af henni vissu. Því hvað á það að þýða þegar Drottinn almáttugur fer að skipta sér af heiminum á þennan hátt? Þennan heim sem svo margt skynsamt fólk reiðir sig á að fylgi ákveðnum reglum?

Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Nordahl fetar svipaðar slóðir. Hún gerist yfir sjö sumardaga árið 1925 á Ísafirði. Íslenska þjóðkirkjan hafði þá nýlega losað sig við biskup sem hafði tekið upp trú á spírítisma og neitað að finna þar neina þversögn við lögmál Jesú Krists (hér er um að ræða sannsögulega atburði). Í stað hans hafði reykvísk embættismannastétt tranað fram Jóni nokkrum Hallvarðssyni, fullkominni gufu af manni (og hér tekur skáldskapurinn við). Jón þessi biskup átti að reka ofan í þjóðina alla mögulega samúð með kukli og spírítisma en láta sem minnst á sér bera að öðru leyti. Því var kallað til prestastefnu á Ísafirði þar sem átti að storka ákveðinni þjóðsögu: Að Gleiðarhjalli myndi hrynja yfir bæinn og þurrka þar út alla byggð ef sjö prestar og einn eineygður myndu koma þar saman. Jón biskup safnar saman prestum eftir þessari forskrift og hyggst taka af þeim sigurreifa ljósmynd fyrir framan óhaggaðan hjallann. En einmitt þá fara tvíburarnir Guð og Satan að skipta sér af: Það verður kraftaverk.

„Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu.“

Næstu vikuna verður Ísafjörður að leiksoppi goðmagnanna tveggja. Guð birtist sem fjarlæg en sýnileg vera í mannsmynd sem enginn getur sammælst um hvernig lítur út fyrir utan það að hún er í of litlum fötum. Satan er öllu slægari og birtist í dulargervum. Báðir láta sér líf fólks í léttu rúmi liggja og vegir þeirra gætu varla verið órannsakanlegri. Eins og Jón biskup segir er nálægð við guðdóminn „ekkert sem hægt var að ætlast til að lifandi fólk afbæri til lengdar“. Hegðun bæjarbúa fer skjótt að breytast á þessum vígvelli himneskra og helvískra afla, bæði til hins betra og hins verra, og er því lýst í smáatriðum í gríðarstóru persónugalleríi bókarinnar (það er listi yfir persónurnar aftast – upp á einar fjórar síður!)

Einhver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Eiríkur Örn hefur ekki fengið memóið því Náttúrulögmálin er doðrantur upp á nær 600 síður. Þó leiddist þessum lesanda aldrei og raunar er eftirtektarvert hve vel hraðanum í frásögninni er haldið uppi þrátt fyrir lengd og þröngt afmarkað sögusvið. Aðalpersónurnar eru skýrt dregnar og nógu áhugaverðar til að leyfa hinum fjölmörgu og fjölbreyttu aukapersónum að blómstra meðfram þeim. Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu. James Joyce á að hafa sagt að hægt væri að endurbyggja gervalla Dublin ársins 1904 eingöngu upp úr bók sinni Ulysses. Ég er ekki frá því að það sama sé hægt að segja um Ísafjörð ársins 1925 og Náttúrulögmálin. 

En fyrir utan eftirminnilegar persónurnar situr eftir hvernig heimur hins guðdómlega, heimur kraftaverkanna, er ósamrýmanlegur okkar tímum sem byggja á meintri skynsemishyggju sem þó er að draga okkur öll fram af bjargbrún. Guðdómurinn er óþægilegur ljár í þúfu trúarinnar, markaðarins, kynlífsins, samfélagsins alls. Ef eitthvað er til þarna úti sem getur svipt okkur öllum okkar skynsömu, fyrirframgefnu hugmyndum á einu bretti, hvers virði er þetta allt saman? Hvað skiptir þá máli? Þetta eru spurningar sem við forðumst oftast að spyrja en Náttúrulögmálin hvika ekki frá. Á endanum kemst prófasturinn á Ísafirði að því að Guð „lifði í okkur, í samheldni okkar og samkennd; því þar sem við finnum til með öðrum, þar er hann“. Ég horfi á fréttamyndir af deyjandi fyrirburum á Gaza og óska eftir kraftaverki.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár