Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Engum verður hleypt inn á svæðið fyrr en það hefur verið metið öruggt“

Út frá mæl­ing­um og gervi­tungla­mynd­um virð­ist stærð kviku­gangs­ins og kvikuflæð­ið við Grinda­vík vera marg­falt á við það sem áð­ur hef­ur mælst á svæð­inu. „Bú­ið ykk­ur und­ir að þetta muni standa yf­ir í tals­verð­an tíma, en við er­um að horfa til nokk­urra daga í einu,“ seg­ir Víð­ir Reyn­is­son.

„Engum verður hleypt inn á svæðið fyrr en það hefur verið metið öruggt“
Almannavarnir Farið var yfir stöðu mála við Grindavík á upplýsingafundi í hádeginu í dag. Mynd: Golli

„Staðan er sú að svæðið er enn lokað öllum og ekki heimilt að fara til að bjarga verðmætum eða huga að húsum. Við vitum ekki hversu lengi þetta ástand um standa yfir en munum láta vita um leið og það breytist. Búið ykkur undir að þetta muni standa yfir í talsverðan tíma, en við erum að horfa til nokkurra daga í einu. Engum verður hleypt inn á svæðið fyrr en það hefur verið metið öruggt. Bæði er um að ræða hættu vegna jarðhræringa, en einnig vegna skemmda á götum og öðrum mannvirkjum.“ 

Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, á upplýsingafundi sem fram fór í hádeginu í dag. 

Búið er að opna fjöldahjálpastöðvar í Reykjanesbæ, Árborg og í Kópavogi sem eru opnar öllum Grindvíkingum. 

FjöldahjálparstöðÚr fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði að íbúar í Grindavíkur hafi sýnt mikið æðruleysi og fumleysi við rýmingu á bænum í gær. Það hafi hjálpað til að það hafi gerst á föstudegi þannig að margir hafi verið þegar lagðir af stað út úr bænum þegar ákveðið var að rýma. „Þegar kom að því að ákveðið var að allir íbúar skyldu yfirgefa svæðið þá gekk það líka mjög vel.“

Þakka skuli fyrir að enginn skuli hafa meiðst í þessum miklu atburðum en atvinnulífið í Grindavík sé mjög laskað, og liggur í raun niðri. Fannar sagði að borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hafi sett sig í samband og að höfuðborgin sé að undirbúa hvernig hægt verði að koma börnum úr Grindavík í skóla. Það hafi gengið ótrúlega vel að koma íbúum í skjól hjá vinum og ættingjum. Fáir hafi þurft að gista í fjöldahjálpastöðvum. 

Silja Bára Ómarsdóttir frá Rauða krossinum sagði að einungis 160 manns af rúmlega þrjú þúsund íbúum Grindavikur hafi þurft að leita í fjöldahjálpastöðvarnar. Fólk sem vill bjóða fram húsnæði fyrir íbúa Grindavíkur án endurgjalds getur skráð það á Facebook-síðu Rauða krossins.

Mjög alvarlegir atburðir

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur sagði á fundinum að þetta væru mjög alvarlegir atburðir og mjög stórir á þeim skala sem Íslendingar eru vanir. „Þá er spurningin við hverju má búast, hvernig atburðir geta orðið? Það er erfitt um að segja. Þetta var mjög hröð kvikusöfnun inn í ganginn og opnun sem varð þarna í gær hægði mjög á því. Ný gögn sem munu koma núna seinnipartinn munu varpa ljósi á hraða atburðarásarinnar núna.“

Hann sagði einn möguleikann vera þann að það gæti verið að virknin deyi út. „Það er bara ein sviðsmyndin. Það er stundum með svona atburði. Það geta verið stór og mikil innskot neðanjarðar en lítið kemur upp eða nokkuð kemur upp á yfirborðið.“

RýmtBjörgunarsveitarfólk hjálpar íbúum í Víðihlíð í Grindavík að komast burt í gærkvöldi.

Hin sviðsmyndin sé hins vegar að það verði gos. „Og það verður að teljast líklegt. Hversu stórt yrði það gos. Það er erfitt að um segja en það eru líkur á að það gæti orðið verulega stærra heldur en þau sem við höfum séð á Reykjanesskaganum síðustu árin. Það yrði að öllum líkindum, ef það kemur inni á landi í stíl við þau sem verið hafa, en möguleiki að það verði töluvert stærra en alls ekki víst.“

Magnús Tumi segir að mestar líkur séu á því að gos komi upp þar sem opnunin er mest sem er um miðbik kvikugangsins, svolítið norðan við Grindavík. Ef það yrði raunin myndi hraun ekki fara beint í þá áttina. „Ekkert af þessu er víst. Þess eru bara sviðsmyndir. Það er náttúrlega þess vegna sem það er ekki öruggt að fólk sé í Grindavík vegna þess að við getum ekki útilokað neitt.“

Þriðji möguleikinn sé að gos komi upp í sjó við Grindavík. „Við viljum ekki útiloka þann möguleika en teljum hann ekki líklegan. Það er vegna þess að gossagan að það hafa engin slík gos orðið á þessu svæði. Það voru mjög mörg gos þarna síðustu tíu til fimmtán þúsund árin en ekkert þeirra á þessu svæði hefur náð út í sjó. Það er skýring á því, að þegar kvikan kemur á norðaustri þá er hún komin inn í Evrópu-flekann, Evrasíu-flekann, og þar verður lítil gliðnun. En við getum ekki útilokað það. Þá fengum við sprengigos, í stíl við Surtsey eða slíkt, sem gerðist út á Reykjanestá á þrettándu öld. Allt eru þetta möguleikar sem við getum ekki útilokað. Ef það kemur mikið kvikuflæði til yfirborðs. Þá getum við helst horft til sögunnar, þá eigum við nokkur dæmi af skaganum, til dæmis Ögmundarhraun sem rennur um 1150, 1180 þá fer það, virðist það renna, það myndar apalhraun sem hefur sennilega runnið með töluverðum krafti, en í heildina er það ekki mjög stórt. Það er kannski einn fjórði af Holuhrauni. Það er einn möguleiki sem ekki er hægt að útiloka.“

Nú sé lítið annað að gera en að bíða og sjá. „Það er búið að rýma. Það er búið að koma fólki undan.“

Benedikt Halldórsson, vísindamaður hjá Veðurstofunni, sagði á fundinum að gögnin sem verið er að skoða núna bendi til þess að kvikugangurinn nái frá stóra Skógfelli í norður og suður fyrir Grindavíkurbæ og út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglgögnum sem bárust í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlaður einn og hálfur kílómetri. Út frá nýjustu aflögunargögnum eða gps-gögnum er hraði aflögunarinnar sem mældist margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga á síðustu árum. „Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið í honum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst. Búist er við nýjum aflögunargögnum eftir hádegi í dag og mun það gefa skýrari mynd á þróun atburðarásarinnar. Áfram verður fylgst grannt með þróun skjálftavirkninnar. Líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár