Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Maður veit ekkert hvað maður á eftir að eiga eftir þetta“

Snæ­dís Ósk Guð­jóns­dótt­ir yf­ir­gaf heim­ili sitt í Grinda­vík í gær með börn­in, hund­inn og eina ferða­tösku. Hún ætl­aði bara í bíltúr en veit nú ekk­ert hvenær hún get­ur snú­ið aft­ur heim. Hvort það verði eitt­hvað „heim“ að snúa til.

„Maður veit ekkert hvað maður á eftir að eiga eftir þetta“
Fjölskyldan Snædís Ósk Guðjónsdóttir og Bogi Adolfsson ásamt börnunum sínum þremur: Selmu Líf, Guðjóni Darra og Margréti Jöru. Mynd: Úr einkasafni

„Ég stóð fyrir utan húsið og það voru ægileg læti. Þetta var bara viðbjóður, hristist allt og skalf og smellir í öllu. Óhugnanlegt. Svo ég hugsaði: Þetta er ekki að gera sig. Ég er farin.“

Þannig lýsir Snædís Ósk Guðjónsdóttir, þriggja barna móðir sem býr í Grindavík, því þegar hún ákvað í gærkvöldi að yfirgefa heimili sitt. Hún ætlaði reyndar bara í bíltúr en hefur ekki farið heim síðan. Núna er hún stödd í sumarbústað vinkonu sinnar í Grímsnesi ásamt tveimur yngri börnunum. Eiginmaðurinn, Bogi Adolfsson, er að vinna. Hann er formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Elsta dóttirin er í Vatnaskógi.

Hún segist innilega þakklát vinkonu sinni sem hafi boðið henni skjól. „Ég verð klökk að sjá þetta,“ segir hún um viðbrögð landsmanna við rýmingunum í Grindavík. „Fólk er bara tilbúið að opna heimili sín fyrir bláókunnugu fólki. Þetta er svo geggjað.“

Skjálftar á nóttunni

Snædís er fædd og uppalin í Grindavík. Heimili fjölskyldunnar er í Norðurhópi, ofarlega í nýju hverfi í bænum. „Þetta hafa verið miklu stærri og óþægilegri skjálftar,“ segir hún um jarðskjálftahrinu síðustu daga samanborið við þær sem urðu í aðdraganda eldgosanna við Fagradalsfjall. „Þeir hafa líka oft verið á nóttunni.“

Hún talar um „ógeðisnóttina“ –  aðfaranótt síðasta fimmtudags þar sem mikil virkni hófst upp úr miðnætti og stöðugir skjálftar tóku við. Sú nótt hafi í einu orði sagt verið skelfileg. „Þá var ég alltaf að hugsa: Á hvaða tímapunkti á ég að fara? Er ég kærulaus? Ég sá að það voru engir að fara svo ég ákvað að vera.“

En henni leið ekki vel. Lítið sem ekkert var sofið þá nótt. Og ekki tók betra við síðdegis í gær, föstudag, þegar öflug og stöðug hrina hófst með enn frekari óvissu þar sem skjálftarnir átt upptök sín víðar og nær Grindavík.

Smellir í öllu

Um klukkan 18 í gær tók Snædís börnin og hundinn og fór út í bíl. „Ég þorði ekki að vera inni í húsinu lengur. Treysti mér ekki til þess. Ég stóð fyrir utan húsið og það voru ægileg læti. Þetta var bara viðbjóður, hristist allt og skalf og smellir í öllu. Óhugnanlegt. Svo ég hugsaði: Þetta er ekki að gera sig. Ég er farin. Ég ætlaði bara að fara á smá rúnt. En áður en ég vissi af var ég stödd á Suðurstrandaveginum og á leið til Reykjavíkur.“

Hún hafði fátt meðferðis, aðeins eina tösku sem hún hafði pakkað niður í nokkrum dögum áður og geymt í bílnum. Í henni er aðallega að finna föt til skiptanna.

Veskislaus

Snædís er að vinna á sambýli í Grindavík og þannig vildi til að hún átti að fara á næturvakt í gærkvöldi. Þegar hún var á Reykjanesbrautinni á leið til vinnu, eftir að hafa komið börnum og hundi fyrir í pössun, var sambýlið hins vegar rýmt. Allur bærinn var svo rýmdur og orðinn mannlaus snemma nætur. Snædís snéri við á Reykjanesbrautinni og brunaði aftur til barnanna. „Ég er ekki með veskið mitt. Engin lyf, engin útiföt á börnin eða neitt,“ útskýrir hún. Enda hafði hún aðeins ætlað í bíltúr.

Hún veit ekki enn hvort og þá hvenær hún getur snúið aftur á heimili fjölskyldunnar til að sækja það sem þau vantar. Bogi maður hennar verður hins vegar á ferðinni vegna starfa fyrir björgunarsveitina og gæti mögulega sótt eitthvað, segir hún vongóð. „Maður veit ekkert hvað maður á eftir að eiga eftir þetta,“ segir hún um heimilið og allt það sem þar er að finna. Búslóð, myndir, jólagjafir sem hún var búin að kaupa og þar fram eftir götunum. „Maður veit eiginlega ekki neitt.“

Gengur á adrenalíni

Í augnablikinu segist Snædís vera að ganga á „einhverjum adrenalínbirgðum. „Svo er spurning hvað gerist þegar þær eru búnar. Hvort að maður krassi bara. Ég veit það ekki.“ Á sama tíma og hún búi við alla þessa óvissu reyni hún að halda andlitinu gagnvart börnunum til að valda þeim ekki óþarfa ótta.

„Ég veit ekki hvort eða hvenær ég á að mæta aftur í vinnuna. Það eru alveg óteljandi spurningar sem sækja á mann.“

Yngri dóttir Snædísar og Boga er 9 ára og hún hefur verið mjög hrædd, „hún stirðnar bara upp í skjálftunum“. Sonur þeirra, 11 ára, virðist litlar áhyggjur hafa og eldri dóttirin sem er sautján er vel upplýst og meðvituð um aðstæður.

„Ég veit eiginlega ekki hvernig manni á að líða,“ heldur Snædís áfram. „Ég er auðvitað orðin alveg fréttasjúk, les allt sem ég get. Það eru engin takmörk á skjátíma núna.“

Hvað svo?

Bogi náði að hvíla sig í nótt að sögn Snædísar, fékk gistingu hjá vini sínum í Njarðvík. En hann var vaknaður snemma og mættur á fund í slökkvistöðinni í Keflavík. Þetta er ekki óþekkt staða í fjölskyldunni, Snædís segist hafa verið grasekkja vikum saman í fyrsta gosinu við Fagradalsfjall. „Þá var hann aldrei heima,“ rifjar hún upp. Hún segist auðvitað hafa haft fullan skilning á því. „Og ætli þetta verði ekki eitthvað svipað.“

Spurð hvort hún hafi áhyggjur af eiginmanninum ofan á allt saman segist hún í sjálfu sér ekki hafa þær. „Ég veit vel að ef einhverjir fara varlega þá er það björgunarsveitarfólk.“

Hvað tekur við hjá Snædísi og börnunum er álíka óvíst í dag og það var í gær. „Ég veit ekki hvort eða hvenær ég á að mæta aftur í vinnuna. Það eru alveg óteljandi spurningar sem sækja á mann. Kannski verð ég kölluð til vinnu í fjöldahjálparstöð, þar sem íbúar af sambýlinu voru fluttir í gær. Ég bara veit það ekki.“

Að fá skjól í sumarbústað vinkonunnar reyndist mikið lán fyrir Snædísi sem gat loks sofið. „Ég hreinlega vissi ekki af mér frá því ég sofnaði um þrjú í nótt og þar til klukkan níu í morgun,“ segir hún. „En um leið og ég opnaði augun þá hrökk ég upp og stökk á fætur, greip símann og fór að fletta í gegnum fréttir og skilaboð.“

Þegar Snædís heyrði af því að rýma ætti allan bæinn segist hún hafa verið fegin. „Mér var ekkert farið að lítast á þetta. Ég var stöðugt að hugsa til fólksins á elliheimilinu og á sambýlinu, hvernig því liði, hvers það ætti eiginlega að gjalda að þurfa að þola þetta. Þess vegna varð ég bara fegin að heyra af rýmingunni. Að fólkið hefði verið flutt úr þessum aðstæðum og væri ekki í hættu.“

Sprunga hafi t.d. myndast í húsnæði elliheimilisins, nánast klofið húsið í tvennt. Móðir Snædísar var þar á vakt í gærkvöldi er sem mest gekk á. „Og þetta var svakalegt.“

Eins og í bíómynd

Þrátt fyrir að hafa þurft að skilja allt sitt eftir í Grindavík er sú staðreynd ekki efst í huga Snædísar. „Þetta eru allt dauðir hlutir. Það skiptir öllu máli að fólkið sé heilt.“ Hún viðurkennir þó að gott væri að fá ýmsa hluti af heimilinu, ekki síst það sem börnunum tilheyri.

Rétt áður en samtali Snædísar við blaðamann lauk var komið að upplýsingafundi almannavarna sem hún ætlaði vissulega að horfa á. „Ég held að maður sé ekki ennþá búinn að átta sig á því hvað er að gerast. Þetta er bara eins og í einhverri bíómynd.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár