Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sakaður um að gægjast á glugga hjá börnum í Garðabæ

Mál karl­manns á fer­tugs­aldri sem sak­að­ur er um blygð­un­ar­sem­is­brot í Kópa­vogi, grun­að­ur um að hafa fró­að sér í bíl sín­um í ná­grenni barna, hef­ur ver­ið sent til hér­aðssak­sókn­ara. Í byrj­un vik­unn­ar barst lög­regl­unni ný til­kynn­ing vegna ferða manns­ins í Garða­bæ sem þóttu grun­sam­leg­ar.

Sakaður um að gægjast á glugga hjá börnum í Garðabæ
Lögreglan hefur aukið eftirlit í hverfinu þar sem maðurinn sást á sunnudag og mánudag. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi vestra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist ný tilkynning um grunsamlegar mannaferðir karlmanns sem grunaður er um að hafa fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli.

Tvær konur segja í samtali við Heimildina að hann hafa verið fyrir utan glugga á barnaherbergi í byrjun vikunnar, að morgni sunnudags og að morgni mánudags. Ung dóttir annarrar konunnar sem gerði móður sinni vart um manninn sagði: „Kannski er hann að leita að sínu barni“.

Afplánaði dóm í Bandaríkjunum

Vísir greindi frá því um miðjan september að foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi hafi fengið tölvupóst um að einstaklingur væri á ferð í vesturbæ Kópavogs „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Skólastjórnendur höfðu ekki orðið varir við manninn en fannst þó rétt að vara við honum. 

Á þessum tímapunkti hafði maðurinn endurtekið sést í bifreið sinni nálægt stöðum sem börn sækja. Hann er á fertugsaldri og sat í fangelsi í Bandaríkjunum í tæp átta ár vegna kynferðisbrots gegn 13 ára stúlku. Maðurinn lauk afplánun árið 2021 og flutti eftir það til Íslands. 

Lögreglan hefur lokið rannsókn á meintu blygðunarsemisbroti mannsins í bíl hans í Kópavogi og vísað því til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út í málinu. 

Aukið eftirlit í hverfinu

Nýja tilkynningin snýst um ferðir mannsins í Garðabæ í byrjun þessarrar viku. Hann var þá í bíl sínum fyrir utan sitthvora íbúðina, annars vegar klukkan níu að morgni sunnudags og hins vegar klukkan sjö að morgni mánudags.

Mæður á þessum heimilum tóku eftir manninum og skrifuðu niður bílnúmerið sem kom heim og saman við bílnúmer mannsins sem grunaður er um blygðunarsemisbrotið í Kópavogi. Í annað skiptið hafði hann ekið bifreiðinni inn í garð sem barnaherbergið vísaði að en í hitt skiptið sást hann ganga minnst fjórum sinnum framhjá glugga barnaherbergis. Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur eftirlit verið aukið í hverfinu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár