Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Einhvern daginn verður gos“

Bene­dikt G. Ófeigs­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur seg­ir það stress­andi, spenn­andi, skemmti­legt og krefj­andi að vera jarð­eðl­is­fræð­ing­ur í dag.

„Einhvern daginn verður gos“
Jarðeðlisfræðingur Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum, skoðar bæði hið líklega og ólíklega sem lesa má úr jarðhræringum og kvikuinsskotum á Reykjanesskaga. Mynd: Aðsend

„Það er ekki hægt að segja: „Það er örugglega að koma gos“,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Öflugasti jarðskjálftinn frá því að landris hófst norðvestan við Þorbjörn á Reykjanesskaga fyrir tveimur vikum varð aðfaranótt fimmtudags, 4,8 að stærð. Stærð skjálfta þarf þó ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun og engin merki eru um að kvika færist nær yfirborði. 

Óvissan er enn mikil, rétt eins og í síðustu fjórum kvikuinnskotum sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því í upphafi árs 2021. Þrisvar hafa innskotin endað með eldgosi. Kvikan er sem stendur á um fimm kílómetra dýpi. „Við erum að skoða hvort þetta geti haft áhrif á kvikusöfnunina, annaðhvort hafi kvika farið að leggja af stað eða sé lögð á stað, þá mögulega endar það í gosi. Það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Benedikt. 

En þegar kvika fer upp á yfirborðið, þá byrja lætin, að sögn Benedikts, og það er lærdómurinn sem draga megi af fyrri eldgosum á Reykjanesskaga síðustu misseri. „Við vitum í rauninni ekkert um líkurnar á að það komi gos úr þessu, því við erum ekki að sjá kviku á ferðinni að nálgast yfirborð. En ef það gerist, þá er líklegast að við séum að horfa á að minnsta kosti nokkra klukkutíma áður en kvika kemur upp.“

„Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“

Óvissan hefur áður leikið á Benedikt en það vakti athygli þegar hann sagði í kvöldfréttum RÚV 19. mars 2021 að hann ætti síður von á eldgosi. Nokkrum klukkutímum síðar hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Benedikt kippir sér ekki upp við að rifja það upp. „Ég „triggerast“ ekkert af því, það er bara allt í góðu lagi. Ég var að reyna að halda inni einhverri óvissu og koma því til skila að við héldum að þetta væri að stoppa, það leit þannig út. Og ég sagði þetta á mjög óheppilegum tíma.“

Benedikt segir það geta verið snúið að svara spurningum fjölmiðla þegar mögulegt eldgos er yfirvofandi. „Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“ Það endar þannig, einhvern daginn verður gos daginn eftir.“

Það eru því blendnar tilfinningar að vera jarðeðlisfræðingur á þessum miklu eldsumbrota- og jarðhræringatímum. „Það er náttúrlega mjög stressandi þegar svona er í gangi. En það er mjög spennandi, skemmtilegt og krefjandi. En maður þarf stundum að halda niðri í sér andanum og telja upp á tíu.“ Þó svo að fræðimenn séu sífellt að svara því sem líklega mun gerast þýðir það ekki að gert sé ráð fyrir því ólíklega. „Við erum líka að gera ráð fyrir að eitthvað óvænt gerist sem við höldum að gerist ekki og erum að leita í öllum mögulegum gögnum að vísbendingum.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár